Enski boltinn

Wenger tilbúinn að eyða miklum peningum í réttan framherja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger sposkur á svip.
Wenger sposkur á svip. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið sé meira en reiðubúið til að borga vel fyrir nýjan framherja styrki hann liðið.

Arsenal er sagt hafa áhuga á Alexandre Lacazette frá Lyon, en Lundúnarliðið hefur oftar en ekki verið gagnrýnt fyrir að eyða ekki háum fjárhæðum í leikmenn.

„Þetta er ekki verðið, þetta eru leikmennirnir. Verðið er aldrei vandamál ef þú þarft að borga það sem er beðið um," sagði Wenger og varði um leið stefnu félagsins.

„Verðið á leikmanninum skiptir í fernt; eitt er hæfileiki, annað er aldurinn, þriðja er hversu miklu þú býst af honum til að styrkja liðið og fjórða er verðið á endursölunni."

„Ef hann tikkar í öll fjögur boxin er verðið ekki svo mikilvægt, en þú verður að finna leikmanninn," sagði Frakkinn að lokum.

Arsenal vann 8-0 sigur á Viking Stavanger í æfingarleik í gær, en Björn Daníel Sverrisson kom ekki við sögu hjá Víking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×