Innlent

Lögregla leitar manna og bifreiðar í kjölfar skotárásar í Fellahverfi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Fjöldi vopnaðra lögreglumanna leitaði gaumgæfilega að mönnunum í Fellahverfi í gærkvöldi.
Fjöldi vopnaðra lögreglumanna leitaði gaumgæfilega að mönnunum í Fellahverfi í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Árnason
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna og ökutækis í kjölfar atviks sem átti sér stað við söluturninn Iðufell í Fellahverfi um hálf níu leytið á föstudagskvöld. Í fréttatilkynningu lögreglunnar kemur fram að mennirnir tveir hafi skotið á bifreið sem svo flúði staðinn.

Talið er að atvikið tengist deilum innan þröngs hóps sem beinist ekki að almenningi.

Tvímenningarnir sem grunaðir eru um skotárásina eru ófundnir sem og bíllinn sem skotið var á. Ekki er vitað hvort mennirnir í bílnum sem skotið var á hafi slasast en þeir eru einnig ófundnir. Lögreglan hvetur ökumanninn og farþega hans sem skotið var á að gefa sig fram sem og mennina tvo sem hleyptu af haglabyssunni á bílinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×