Sport

Anton Sveinn endaði í 35. sæti og komst ekki áfram | Myndir

Anton Sveinn í sundinu í kvöld.
Anton Sveinn í sundinu í kvöld. Vísir/Anton
Anton Sveinn McKee lenti í sjöunda sæti í sínum riðli í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, er í Ríó og tók meðfylgjandi myndir.

Anton synti á sjöttu braut, en kom sjöundi í mark á tímanum 1:01,84. Hann á best 1:00,53 sem er jafnframt Íslandsmetið í greininni.

Undanriðlarnir eru sex í 100 metra bringusundi og komast þeir sextán áfram sem eru með bestu tímana í riðlinum.

Anton náði ekki að skjóta sér áfram í undanúrslitin og er því úr leik í 100 metra bringusundi, en hann keppir einnig í 200 metra bringusundi á mótinu.

Adam Peaty sló heimsmetið í undanriðlunum, en Bretinn synti á 57,55 í mark. Hann keppti í síðasta undanriðlinum og fór því örugglega áfram.

Anton Sveinn McKee var með 35. besta tímann en aðeins sextán bestu sundmennirnir fá að keppa aftur í undanúrslitunum í kvöld.

Nánar verður rætt við Anton Svein á Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×