Lögregluaðgerð í Fellahverfi eftir að skotið var tvisvar úr haglabyssu Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. ágúst 2016 21:58 Lögreglurannsókn stendur enn yfir í Fellahverfi. Vísir/Eyþór Árnason Stærðarinnar lögregluaðgerð var í Fellahverfinu á föstudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að tveimur skotum hefði verið skotið úr byssu fyrir utan söluturn í Iðufelli. Öll umferð inn í hverfið var stöðvuð um tíma. Vitni segja að hópur manna, allt að 30-50, hafði safnast saman fyrir utan söluturninn og þar hafi verið mikil um læti áður en heljarinnar slagsmál brutust út. Vitni segjast hafa séð poka fullan af vopnum. Hópurinn dreifðist í allar áttir eftir að skotið var tveimur skotum úr haglabyssu. Lögregla mætti á svæðið stuttu síðar og hafa sérsveitarmenn og lögreglumenn leitað á svæðinu að byssumanninum og öðrum sem komu að áflogunum. Fjöldi sérsveitamanna og vopnaðra lögreglumanna voru á staðnum. Enn er unnið að því að upplýsa málið en ekki lítur út fyrir að neinn hafi slasast í skotárásinni. Rétt fyrir klukkan ellefu tilkynnti lögreglan að hættan væri liðin hjá. Lögreglan var á staðnum fram yfir miðnætti við rannsókn málsins og leitaði gaumgæfilega í hverfinu að byssumanninum eða öðrum sem tengdust áflogunum. Lögreglan leitar nú að fjórum einstaklingum sem grunaðir eru að hafa verið viðriðnir atvikið. Tveir þeirra eiga að hafa skotið að bíl sem flúði af staðnum. Í bílnum voru tveir menn sem eru einnig ófundnir. Ekki er vitað hvort þeir slösuðust við skotárásina.Hér fyrir neðan má sjá hvernig málið þróaðist frá því að fréttir bárust fyrst af lögregluaðgerðinni á tíunda tímanum á föstudagskvöld.Uppfært 22:09Enn er lokað fyrir umferð. Fjöldi lögreglubíla er á staðnum að leita að hugsanlegum byssumanni.Uppfært 22:12RÚV segir að umsátursástand sé við leikskóla í efra Breiðholti. Talsmenn lögreglu segja að hættuástand sé á svæðinu.Uppfært 22:19Lögregla hefur nú opnað á ný fyrir umferð við Torfufell. Ekki er vitað hvort hættan er yfirstaðin.Uppfært 22:22Svo virðist vera að almennir lögregluþjónar séu vopnaðir í aðgerðum lögreglunar í kvöld. Sérsveitamenn eru á svæðinu.Uppfært 22:26Mbl greinir frá því slagsmál hafi brotist út fyrir utan söluturn í Iðufelli. Lögreglan mætti á staðinn og braut upp slagsmálin. Stuttu seinna heyrðust byssuhvellirnir.Uppfært 22:33Annar bíll sérsveitamannanna hefur yfirgefið svæðið. Ekki er vitað hvert hann fór. Mikið lögreglulið er við söluturninn í Iðufelli. Búið er að þrengja leitarsvæðið en enn er lokað fyrir umferð á völdum stöðum í Fellahverfi.Uppfært 22:38Íbúar í Fellahverfi fylgjast nú með aðgerðum lögreglu út um gluggarúður. RÚV greinir frá því að á einum stað hafi verið dreifð glerbrot um allt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið fyrir skoti.Uppfært 22:44Lögreglan leitar enn tveggja manna á svæðinu en samkvæmt Margeiri Sveinssyni, aðstoðarlögregluþjóni, er ekki talið lengur að hætta sé á svæðinu.Uppfært 22:50Vitni á staðnum segja að það hafi verið hópur karlmanna sem mættist fyrir utan söluturninn í kvöld til þess að slást. Vitni segjast hafa séð haglabyssu í bakpoka hjá einum þeirra. Leit lögreglu stendur enn yfir en lokunin einskorðast í kringum söluturninn þar sem slagsmálin voru fyrr í kvöld.Uppfært 23:14 Lögreglan var rétt í þessu að senda út eftirfarandi fréttatilkynningu;Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra standa nú fyrir aðgerðum í Fellahverfi í Breiðholti, en tilkynnt var um tvo skothvelli í hverfinu um hálfníuleytið í kvöld. Tilkynningin var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og fólst m.a. í að lokað var fyrir umferð um svæðið. Enn er unnið að því að upplýsa málið og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Fólk er beðið um að vera ekki á ferli í hverfinu á meðan aðgerðir lögreglu standa yfir.Uppfært 23:18Vitni á staðnum segja það ekki rétt að lögreglan hafi mætt á staðinn til þess að stöðva slagsmálin sem brutust út fyrir utan söluturninn í Iðufelli í kvöld eins og greint var frá á Mbl. Rétt sé að þau hafi brotnað upp þegar lögregla kom á staðinn eftir að hringt var eftir þeim. Vitni segja að byssumaður skotið hafi verið tveimur skotum úr haglabyssu á eftir hópi manna sem var að flýja af vettvangi.Uppfært 23:30Vitni segja að um 20 manns hafi mæst fyrir utan söluturninn í Iðufelli þegar áflogin stóðu yfir. Lögreglan leitar enn mannanna en ekkert er að frétta af árangri þeirra eins og er.Uppfært 23:45Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir stöðuna á svæðinu enn óbreytta. Lögreglan ítrekar við fólk að vera ekki á ferli á svæðinu á meðan á rannsókn málsins stendur. Engin ummerki hafa fundist um það að einhver hafi slasast í skotárásinni en lögreglan leitar enn að byssumanninum og öðrum sem komu að áflogunum fyrir utan söluturninn í Iðufelli.Hópáflog áttu sér stað fyrir utan söluturninn Iðufell í kvöld en þeim lauk eftir að skotið var tveimur skotum úr haglabyssu.Vísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonLögreglan lokaði um tíma fyrir umferð inn í Fellahverfi.Vísir/Jóhann K. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Stærðarinnar lögregluaðgerð var í Fellahverfinu á föstudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að tveimur skotum hefði verið skotið úr byssu fyrir utan söluturn í Iðufelli. Öll umferð inn í hverfið var stöðvuð um tíma. Vitni segja að hópur manna, allt að 30-50, hafði safnast saman fyrir utan söluturninn og þar hafi verið mikil um læti áður en heljarinnar slagsmál brutust út. Vitni segjast hafa séð poka fullan af vopnum. Hópurinn dreifðist í allar áttir eftir að skotið var tveimur skotum úr haglabyssu. Lögregla mætti á svæðið stuttu síðar og hafa sérsveitarmenn og lögreglumenn leitað á svæðinu að byssumanninum og öðrum sem komu að áflogunum. Fjöldi sérsveitamanna og vopnaðra lögreglumanna voru á staðnum. Enn er unnið að því að upplýsa málið en ekki lítur út fyrir að neinn hafi slasast í skotárásinni. Rétt fyrir klukkan ellefu tilkynnti lögreglan að hættan væri liðin hjá. Lögreglan var á staðnum fram yfir miðnætti við rannsókn málsins og leitaði gaumgæfilega í hverfinu að byssumanninum eða öðrum sem tengdust áflogunum. Lögreglan leitar nú að fjórum einstaklingum sem grunaðir eru að hafa verið viðriðnir atvikið. Tveir þeirra eiga að hafa skotið að bíl sem flúði af staðnum. Í bílnum voru tveir menn sem eru einnig ófundnir. Ekki er vitað hvort þeir slösuðust við skotárásina.Hér fyrir neðan má sjá hvernig málið þróaðist frá því að fréttir bárust fyrst af lögregluaðgerðinni á tíunda tímanum á föstudagskvöld.Uppfært 22:09Enn er lokað fyrir umferð. Fjöldi lögreglubíla er á staðnum að leita að hugsanlegum byssumanni.Uppfært 22:12RÚV segir að umsátursástand sé við leikskóla í efra Breiðholti. Talsmenn lögreglu segja að hættuástand sé á svæðinu.Uppfært 22:19Lögregla hefur nú opnað á ný fyrir umferð við Torfufell. Ekki er vitað hvort hættan er yfirstaðin.Uppfært 22:22Svo virðist vera að almennir lögregluþjónar séu vopnaðir í aðgerðum lögreglunar í kvöld. Sérsveitamenn eru á svæðinu.Uppfært 22:26Mbl greinir frá því slagsmál hafi brotist út fyrir utan söluturn í Iðufelli. Lögreglan mætti á staðinn og braut upp slagsmálin. Stuttu seinna heyrðust byssuhvellirnir.Uppfært 22:33Annar bíll sérsveitamannanna hefur yfirgefið svæðið. Ekki er vitað hvert hann fór. Mikið lögreglulið er við söluturninn í Iðufelli. Búið er að þrengja leitarsvæðið en enn er lokað fyrir umferð á völdum stöðum í Fellahverfi.Uppfært 22:38Íbúar í Fellahverfi fylgjast nú með aðgerðum lögreglu út um gluggarúður. RÚV greinir frá því að á einum stað hafi verið dreifð glerbrot um allt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið fyrir skoti.Uppfært 22:44Lögreglan leitar enn tveggja manna á svæðinu en samkvæmt Margeiri Sveinssyni, aðstoðarlögregluþjóni, er ekki talið lengur að hætta sé á svæðinu.Uppfært 22:50Vitni á staðnum segja að það hafi verið hópur karlmanna sem mættist fyrir utan söluturninn í kvöld til þess að slást. Vitni segjast hafa séð haglabyssu í bakpoka hjá einum þeirra. Leit lögreglu stendur enn yfir en lokunin einskorðast í kringum söluturninn þar sem slagsmálin voru fyrr í kvöld.Uppfært 23:14 Lögreglan var rétt í þessu að senda út eftirfarandi fréttatilkynningu;Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra standa nú fyrir aðgerðum í Fellahverfi í Breiðholti, en tilkynnt var um tvo skothvelli í hverfinu um hálfníuleytið í kvöld. Tilkynningin var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og fólst m.a. í að lokað var fyrir umferð um svæðið. Enn er unnið að því að upplýsa málið og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Fólk er beðið um að vera ekki á ferli í hverfinu á meðan aðgerðir lögreglu standa yfir.Uppfært 23:18Vitni á staðnum segja það ekki rétt að lögreglan hafi mætt á staðinn til þess að stöðva slagsmálin sem brutust út fyrir utan söluturninn í Iðufelli í kvöld eins og greint var frá á Mbl. Rétt sé að þau hafi brotnað upp þegar lögregla kom á staðinn eftir að hringt var eftir þeim. Vitni segja að byssumaður skotið hafi verið tveimur skotum úr haglabyssu á eftir hópi manna sem var að flýja af vettvangi.Uppfært 23:30Vitni segja að um 20 manns hafi mæst fyrir utan söluturninn í Iðufelli þegar áflogin stóðu yfir. Lögreglan leitar enn mannanna en ekkert er að frétta af árangri þeirra eins og er.Uppfært 23:45Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir stöðuna á svæðinu enn óbreytta. Lögreglan ítrekar við fólk að vera ekki á ferli á svæðinu á meðan á rannsókn málsins stendur. Engin ummerki hafa fundist um það að einhver hafi slasast í skotárásinni en lögreglan leitar enn að byssumanninum og öðrum sem komu að áflogunum fyrir utan söluturninn í Iðufelli.Hópáflog áttu sér stað fyrir utan söluturninn Iðufell í kvöld en þeim lauk eftir að skotið var tveimur skotum úr haglabyssu.Vísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonVísir/Eyþór ÁrnasonLögreglan lokaði um tíma fyrir umferð inn í Fellahverfi.Vísir/Jóhann K.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira