Viðskipti innlent

Dunkin Donuts opnar í Leifsstöð: „Fyrst og fremst sorglegt“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Aðalheiður segir ferðamenn koma til að upplifa eitthvað einstakt.
Aðalheiður segir ferðamenn koma til að upplifa eitthvað einstakt. Mynd/Vísir
Kleinuhringja- og kaffirisinn Dunkin‘ Donuts er væntanlegur í Leifstöð en búist er við að staðurinn opni í komusal flugstöðvarinnar á næstu vikum. Í frétt mbl kemur fram að staðurinn verði hluti af verslun 10-11.

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, segir þetta sorglega þróun. „Allir sem maður talar við og fólk almennt úti um allt land vill hafa íslenska flugstöð. Við erum að bjóða öllum þessum gestum til landsins og þá viljum við sýna það besta sem við erum með,“ segir Aðalheiður í samtali við Visi.

Ekki góðir viðskiptahættir

Kaffitár rak tvo kaffibari í flugstöðinni, en samningur við þau var ekki endurnýjaður árið 2014 og Joe and the Juice kom í staðinn. Fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn var opnaður hér á landi fyrir ári síðan og til stendur að opna tvo nýja staði á næstu vikum, þá verða þeir orðnir fimm talsins.

„Fólk sem kemur hingað er að sækja eitthvað einstakt, þannig að mér finnst þetta bara pínu sorglegt, ég verð að segja það. Og ekki góðir viðskiptahættir. Ég er náttúrulega ekki hlutlaus í málinu, en ég held að þetta sé almenn skoðun Íslendinga,“ segir Aðalheiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×