Viðskipti innlent

Bein útsending: Hart tekist á í HR-ingnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu munu sitja sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum.
Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu munu sitja sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Vísir
Um helgina fer fram tölvuleikjamótið HR-ingurinn sem haldið er í tíunda sinn í Háskólanum í Reykjavík.

Mótið hefur vaxið í gegnum árin en til samanburðar mættu í kringum 170 á mótið árið 2007, en yfir 300 manns árið 2015.

Aldrei hefur verið keppt í fleiri leikjum og í ár en alls eru þeir 5 talsins; CS:GO, League of Legends, Hearthstone, Rocket League, Overwatch og eru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í öllum leikjum.

Sjá einnig: HRingurinn fer af stað með látum

Skráning á mótið hófst á vefsíðu HR-ingsins, hringurinn.net, þann 17. júní og hefur skráningin að sögn aðstandenda verið góð. Fólk getur auk þess skráð sig þegar það mætir á staðinn.

„Mótið er hins vegar ekki aðeins hugsað til þess að keppa, heldur getur hver sem er komið með tölvuna sína, skráð sig á mótið og leikið sér í flottu umhverfi,“ er þó áréttað.

Frekari upplýsingar má nálgast á http://www.facebook.com/hringurinn. og hér að neðan má sjá beinar útsendingar frá mótinu.

Watch live video from HRingurinn on www.twitch.tv League of Legends Watch live video from HRingurinnLOL on www.twitch.tv Counter-strike: Go Watch live video from HRingurinnCS on www.twitch.tv

Tengdar fréttir

HRingurinn fer af stað með látum

Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu sitja nú sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Ekkert pylsupartý segja skipuleggjendur en öfugt á við landann lofa þau vonda veðrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×