Frumkvöðlar fengu 35 milljónir í fjármögnun en sögðu nei takk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2016 21:08 Frumkvöðlarnir sem standa að Study Cake stefna á nám frekar en útrás. Mynd/Vísir Framleiðendur og forsprakkar íslenska sprotafyrirtækisins Study Cake sem gefur út samnefnt smáforrit afþökkuðu nýlega 35 milljón króna fjármögnun sem ætluð var til þess að koma vörunni á markað í Bretlandi.Í bréfi sem stofnendur þrír, Kjartan Þórisson, Hörður Guðmundsson og Kristján Ingi Geirsson, birta á vefsíðu Study Cake þar sem farið er yfir ákvörðun þeirra segja þeir að uppgangur Study Cake hafi verið hraður. „Í júní 2015, rétt eftir ævintýralega útskriftarferð á Tyrklandi, fengum við símtal frá fulltrúum Startup Reykjavík. Þetta símtal markaði á sínum tíma ákveðin kaflaskil í lífi okkar stofnendanna. Við fengum inngöngu í frábæran viðskiptahraðal og tvær milljónir íslenskra króna til þess að setja á fót fyrirtæki,“ segir í bréfinu.Sjá einnig: Ráðast gegn ólæsi með nýju appiMarkmið þeirra var að gera heimavinnu skólabarna skemmtilegri en en fljótlega rákust þeir á vandamálið sem felst í minnkandi læsi barna og ungling. Því hafi kviknað hugmynd um að þróa smáforrit sem ætlað var að auka læsi barna og unglinga. „Varan, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höfuðstöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan settumst við að í Nýsköpunarmiðstöð Íslands til þess að undirbúa okkur fyrir janúarútgáfu appsins og mögulega fjármögnun,“ segir í bréfinu. Á innan við mánuði frá því að smáforritið var gefið út höfðu fimm þúsund manns sótt forritið og var m.a. fjallað um það á Alþingi. Þegar 7.500 notendur voru komnir í smáforritið fóru fjárfestar að sýna fyrirtækinu áhuga. Sjá einnig: Heimanámið ætti að verða leikur einn„Um þetta leyti hófust langar samningaviðræður, sem enduðu með samkomulagi: hópur fjárfesta myndi setja 35 milljónir króna inn í félagið yfir 18 mánaða tímabil. Þessi fjárfesting átti að ýta undir vöxt fyrirtækisins og var markmiðið sett á að gefa út vöru í Bretlandi,“ segir í bréfinu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjármunum annara. Áður en tekið er við miklum fjármunum sem á að eyða í framleiðslu og kynningu verða frumkvöðlar að spyrja sig mikilvægra spurninga,“ segir í bréfinu. „Er hægt að tekjuvæða lausnina? Er varan vítamín eða meðal? Eru stofnendur tilbúnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leiðandi — í okkar tilfelli — er lokamarkmiðið þess virði að fresta háskólanámi um ókomna tíð?“ Komust þeir að þeirri niðurstöðu eftir mikla íhugun að setjast frekar á skólabekk í stað þess „að fórna næstu 10 árum í vinnu við framleiðsluna.“ Fjárfestarnir voru því boðaðir á fund og fjármögnunin afþökkuð. Leita þeir félagar nú að mögulegum arftökum til þess að taka við Study Cake hér á landi til þess að smáforritið geti nýst í íslenskum skólum og heimilum en nú hafa rúmlega níu þúsund manns sótt smáforritið.Lesa má bréfið í heild sinni hér. Tengdar fréttir Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51 Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30 Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Framleiðendur og forsprakkar íslenska sprotafyrirtækisins Study Cake sem gefur út samnefnt smáforrit afþökkuðu nýlega 35 milljón króna fjármögnun sem ætluð var til þess að koma vörunni á markað í Bretlandi.Í bréfi sem stofnendur þrír, Kjartan Þórisson, Hörður Guðmundsson og Kristján Ingi Geirsson, birta á vefsíðu Study Cake þar sem farið er yfir ákvörðun þeirra segja þeir að uppgangur Study Cake hafi verið hraður. „Í júní 2015, rétt eftir ævintýralega útskriftarferð á Tyrklandi, fengum við símtal frá fulltrúum Startup Reykjavík. Þetta símtal markaði á sínum tíma ákveðin kaflaskil í lífi okkar stofnendanna. Við fengum inngöngu í frábæran viðskiptahraðal og tvær milljónir íslenskra króna til þess að setja á fót fyrirtæki,“ segir í bréfinu.Sjá einnig: Ráðast gegn ólæsi með nýju appiMarkmið þeirra var að gera heimavinnu skólabarna skemmtilegri en en fljótlega rákust þeir á vandamálið sem felst í minnkandi læsi barna og ungling. Því hafi kviknað hugmynd um að þróa smáforrit sem ætlað var að auka læsi barna og unglinga. „Varan, sem fékk nafnið Study Cake, var kynnt í höfuðstöðvum Arion Banka í ágúst 2015, en síðan settumst við að í Nýsköpunarmiðstöð Íslands til þess að undirbúa okkur fyrir janúarútgáfu appsins og mögulega fjármögnun,“ segir í bréfinu. Á innan við mánuði frá því að smáforritið var gefið út höfðu fimm þúsund manns sótt forritið og var m.a. fjallað um það á Alþingi. Þegar 7.500 notendur voru komnir í smáforritið fóru fjárfestar að sýna fyrirtækinu áhuga. Sjá einnig: Heimanámið ætti að verða leikur einn„Um þetta leyti hófust langar samningaviðræður, sem enduðu með samkomulagi: hópur fjárfesta myndi setja 35 milljónir króna inn í félagið yfir 18 mánaða tímabil. Þessi fjárfesting átti að ýta undir vöxt fyrirtækisins og var markmiðið sett á að gefa út vöru í Bretlandi,“ segir í bréfinu. „Það fylgir því hins vegar mikil ábyrgð að taka við fjármunum annara. Áður en tekið er við miklum fjármunum sem á að eyða í framleiðslu og kynningu verða frumkvöðlar að spyrja sig mikilvægra spurninga,“ segir í bréfinu. „Er hægt að tekjuvæða lausnina? Er varan vítamín eða meðal? Eru stofnendur tilbúnir til þess að vinna í þessu næstu 5 til 10 árin, og þar af leiðandi — í okkar tilfelli — er lokamarkmiðið þess virði að fresta háskólanámi um ókomna tíð?“ Komust þeir að þeirri niðurstöðu eftir mikla íhugun að setjast frekar á skólabekk í stað þess „að fórna næstu 10 árum í vinnu við framleiðsluna.“ Fjárfestarnir voru því boðaðir á fund og fjármögnunin afþökkuð. Leita þeir félagar nú að mögulegum arftökum til þess að taka við Study Cake hér á landi til þess að smáforritið geti nýst í íslenskum skólum og heimilum en nú hafa rúmlega níu þúsund manns sótt smáforritið.Lesa má bréfið í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51 Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30 Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Ráðast gegn ólæsi með nýju appi Á morgun verður kynnt nýtt app sem ætlað er krökkum á aldrinum 7 til 14 ára. 11. janúar 2016 16:51
Heimanámið ætti að verða leikur einn Þrír ungir menn hafa þróað smáforrit til þess að leikjavæða heimanám barna. Stefna á erlendan markað. 13. júlí 2015 11:30