Sextíu prósent kvótans seld burt úr Þorlákshöfn á einu ári Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Fyrirvarar sem sveitarfélög hafa í lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð eru bara til málamynda, segir bæjarstjórn Ölfuss. Vísir/Rósa „Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
„Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira