Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 10:13 Sigmundur Davíð við Bessastaði í apríl síðastliðnum. Vísir/Anton „Maður eyddi vikum í að birta allar upplýsingar og skila öllum gögnum sem hafði verið beðið um. En síðan kom bara í ljós að búið var að undirbúa eitthvað handrit í sjö mánuði og í mörgum löndum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sigmundur Davíð hefur verið meira í umræðunni síðastliðnar vikur en mánuðina þar á undan. Undir lok síðasta mánaðar mætti hann í viðtal á Útvarpi Sögu þar sem hann fór mikinn en um svipað leiti hafði hann sent fjölpóst á skráða meðlimi í Framsóknarflokknum. Eftir að hann tjáði sig þá efuðust margir um afstöðu Sigmundar til kosninga í haust. „Ég skrifaði grein fyrir viku síðan þar sem ég fór yfir grundvallarmál sem þyrfti að klára. Umræða um hana snerist öll um hvort bíða ætti með kosningarnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að dagsetning kosninganna væri algert aukaatriði. „Það skiptir ekki máli hvenær er kosið svo lengi sem ríkisstjórnin hefur staðið við það sem hún hefur lofað. Það má kjósa í ágúst ef menn vilja.“Ríkissjóði þarf að koma í sjálfbært horf Sigmundur segir að það séu nokkur grundvallaratriði sem standi út af. Þar á meðal megi nefna kjör eldri borgara, afnám verðtryggingarinnar og þeirra sem þiggja örorkulífeyri. „Við höfum ekki alltaf verið sammála um allt en gátum alltaf náð samkomulagi með heildarmyndina í huga,“ sagði Sigmundur. Verðtryggingin hafi verið mál sem flokkarnir voru ekki alveg sammála um. Þar hafi hins vegar verið unnin mikil undirbúningsvinna sem hafi degist á langinn af góðum og gildum ástæðum. Rétt hafi verið að bíða eftir vendingum í afnámi hafta og húsnæðismálum áður en þetta yrði tekið til meðferðar. „Ég hef margsinnis gefið fyrirheit varðandi verðtrygginguna og lífeyrisréttindi eldri borgara og öryrkja. Um áramótin áttum við erfiða umræðu þar sem það var ákveðið að hækka ekki lífeyri þessara hópa afturvirkt. Við lofuðum að bæta kjör þeirra þegar búið væri að koma ríkissjóði í sjálfbært horf,“ sagði Sigmundur Davíð. Formaðurinn var meðal annars spurður af þáttastjórnendum hvort hann teldi Sjálfstæðisflokkinn taka hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar. „Það er eðlilegt að hafa fulltrúa ákveðinna sjónarmiða inn á þingi. Ef við skoðum til að mynda lífeyrissjóðina og verkalýðshreyfinguna þá hefur Samfylkingin varið þeirra hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan verið að verja hagsmuni annara hópa sem þeir telja sig vera í forsvari fyrir.“Ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur tvíbókar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta í byrjun vikunnar. Athygli vakti að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. „Ég var með fjölskyldunni á ferðalagi sem var löngu búið að ákveða. Þessi dagsetning lá líka fyrir fyrir löngu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tvíbóka daga,“ sagði Sigmundur. Hann segist hafa sent nýjum forseta kveðju og hann muni hitta hann í mat á næstu dögum. „Mér fannst samt skemmtilegt hve ákveðnir aðilar söknuðu mín miðað við hvað þeir eru alltaf rosalega pirraðir þegar ég er síðan á staðnum. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Maður eyddi vikum í að birta allar upplýsingar og skila öllum gögnum sem hafði verið beðið um. En síðan kom bara í ljós að búið var að undirbúa eitthvað handrit í sjö mánuði og í mörgum löndum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sigmundur Davíð hefur verið meira í umræðunni síðastliðnar vikur en mánuðina þar á undan. Undir lok síðasta mánaðar mætti hann í viðtal á Útvarpi Sögu þar sem hann fór mikinn en um svipað leiti hafði hann sent fjölpóst á skráða meðlimi í Framsóknarflokknum. Eftir að hann tjáði sig þá efuðust margir um afstöðu Sigmundar til kosninga í haust. „Ég skrifaði grein fyrir viku síðan þar sem ég fór yfir grundvallarmál sem þyrfti að klára. Umræða um hana snerist öll um hvort bíða ætti með kosningarnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að dagsetning kosninganna væri algert aukaatriði. „Það skiptir ekki máli hvenær er kosið svo lengi sem ríkisstjórnin hefur staðið við það sem hún hefur lofað. Það má kjósa í ágúst ef menn vilja.“Ríkissjóði þarf að koma í sjálfbært horf Sigmundur segir að það séu nokkur grundvallaratriði sem standi út af. Þar á meðal megi nefna kjör eldri borgara, afnám verðtryggingarinnar og þeirra sem þiggja örorkulífeyri. „Við höfum ekki alltaf verið sammála um allt en gátum alltaf náð samkomulagi með heildarmyndina í huga,“ sagði Sigmundur. Verðtryggingin hafi verið mál sem flokkarnir voru ekki alveg sammála um. Þar hafi hins vegar verið unnin mikil undirbúningsvinna sem hafi degist á langinn af góðum og gildum ástæðum. Rétt hafi verið að bíða eftir vendingum í afnámi hafta og húsnæðismálum áður en þetta yrði tekið til meðferðar. „Ég hef margsinnis gefið fyrirheit varðandi verðtrygginguna og lífeyrisréttindi eldri borgara og öryrkja. Um áramótin áttum við erfiða umræðu þar sem það var ákveðið að hækka ekki lífeyri þessara hópa afturvirkt. Við lofuðum að bæta kjör þeirra þegar búið væri að koma ríkissjóði í sjálfbært horf,“ sagði Sigmundur Davíð. Formaðurinn var meðal annars spurður af þáttastjórnendum hvort hann teldi Sjálfstæðisflokkinn taka hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar. „Það er eðlilegt að hafa fulltrúa ákveðinna sjónarmiða inn á þingi. Ef við skoðum til að mynda lífeyrissjóðina og verkalýðshreyfinguna þá hefur Samfylkingin varið þeirra hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan verið að verja hagsmuni annara hópa sem þeir telja sig vera í forsvari fyrir.“Ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur tvíbókar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta í byrjun vikunnar. Athygli vakti að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. „Ég var með fjölskyldunni á ferðalagi sem var löngu búið að ákveða. Þessi dagsetning lá líka fyrir fyrir löngu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tvíbóka daga,“ sagði Sigmundur. Hann segist hafa sent nýjum forseta kveðju og hann muni hitta hann í mat á næstu dögum. „Mér fannst samt skemmtilegt hve ákveðnir aðilar söknuðu mín miðað við hvað þeir eru alltaf rosalega pirraðir þegar ég er síðan á staðnum. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“