Flæðandi teikningar á stórum skala Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 10:15 Tónlistarmennirnir Nick Kuepfer, Mat Shane og Neil Holyoak spila á hljóðfærin meðan teiknari skreytir vegginn. Tíu listamenn frá sex löndum, Argentínu, Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Austurríki og Íslandi, koma sér fyrir í Verksmiðjunni á Hjalteyri í ágúst og þróa þar innsetningarverkið Sumarryk. Gústav Geir Bollason er lykilmaður í Verksmiðjunni. Hvernig komst hann í samband við allt þetta fólk? „Það var í gegnum hinn kanadíska Jim Holyoak teiknara sem ég hitti hér á landi. Hann gerir fantasíukenndar, flæðandi teikningar á stórum skala sem snúast mikið um náttúruna, ferðast mikið um heiminn og hefur áhuga Íslandi. Hann valdi þennan fjölþjóðlega hóp sem fæst við teikningar, kvikmyndir, ljósmyndir og tónlist.Teikning eftir Jim Holyoak.Hópurinn er valinn út frá hinu hráa rými og frábæra hljómi sem er í Verksmiðjunni og þar er líka gaman fyrir fólk að sýna sem vill fara svolítið út fyrir rammann, því þar eru stórir veggir og nóg rými,“ útskýrir hann. En hvar sefur listafólkið og borðar meðan á dvölinni stendur? „Þessi hópur er bara í tjaldbúðahugleiðingum en ef veðrið versnar um of flytur það inn í Verksmiðjuna.“Gústav Geir sækist eftir listafólki sem kann að meta hina hráu ásýnd Verksmiðjunnar á Hjalteyri.Hluti hópsins ætlar að vera allan mánuðinn, þar á meðal foringinn Jim Holyoak. Allt ferlið sem þar fer fram verður tekið upp til notkunar síðar og Gústav Geir kveðst vera að leita að fólki sem á myndir og minningar úr húsinu og starfsemi þess þegar þar var síldarverksmiðja. „Það sem ég veit er að það voru Thorsarar sem komu Verksmiðjunni upp 1937 þegar síldin var vaðandi um allan sjó en bræðslu þar var hætt árið 1966. Fyrst á eftir var húsið notað undir skreið og skreiðarpökkun.“Listamenn tóna og teikninga, Neil Holyoak, Jim Holyoak og Nick Kuepfer.Sýningin Sumarryk verður í vinnslu allan mánuðinn. Fólk getur alltaf gengið þar um milli klukkan 14 og 17 og um helgar verða skipulagðir viðburðir. Sá fyrsti á laugardaginn, 6. ágúst, verður í formi listamannaspjalls þar myndum af verkum þeirra sem þar dvelja þennan mánuð verður varpað upp. Tónlistarmennirnir koma um miðjan mánuðinn og aðalopnunin verður 27. ágúst. Sýningin fær svo að anda áfram fram í september þó nýr hópur komi líka með sýningu inn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tíu listamenn frá sex löndum, Argentínu, Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Austurríki og Íslandi, koma sér fyrir í Verksmiðjunni á Hjalteyri í ágúst og þróa þar innsetningarverkið Sumarryk. Gústav Geir Bollason er lykilmaður í Verksmiðjunni. Hvernig komst hann í samband við allt þetta fólk? „Það var í gegnum hinn kanadíska Jim Holyoak teiknara sem ég hitti hér á landi. Hann gerir fantasíukenndar, flæðandi teikningar á stórum skala sem snúast mikið um náttúruna, ferðast mikið um heiminn og hefur áhuga Íslandi. Hann valdi þennan fjölþjóðlega hóp sem fæst við teikningar, kvikmyndir, ljósmyndir og tónlist.Teikning eftir Jim Holyoak.Hópurinn er valinn út frá hinu hráa rými og frábæra hljómi sem er í Verksmiðjunni og þar er líka gaman fyrir fólk að sýna sem vill fara svolítið út fyrir rammann, því þar eru stórir veggir og nóg rými,“ útskýrir hann. En hvar sefur listafólkið og borðar meðan á dvölinni stendur? „Þessi hópur er bara í tjaldbúðahugleiðingum en ef veðrið versnar um of flytur það inn í Verksmiðjuna.“Gústav Geir sækist eftir listafólki sem kann að meta hina hráu ásýnd Verksmiðjunnar á Hjalteyri.Hluti hópsins ætlar að vera allan mánuðinn, þar á meðal foringinn Jim Holyoak. Allt ferlið sem þar fer fram verður tekið upp til notkunar síðar og Gústav Geir kveðst vera að leita að fólki sem á myndir og minningar úr húsinu og starfsemi þess þegar þar var síldarverksmiðja. „Það sem ég veit er að það voru Thorsarar sem komu Verksmiðjunni upp 1937 þegar síldin var vaðandi um allan sjó en bræðslu þar var hætt árið 1966. Fyrst á eftir var húsið notað undir skreið og skreiðarpökkun.“Listamenn tóna og teikninga, Neil Holyoak, Jim Holyoak og Nick Kuepfer.Sýningin Sumarryk verður í vinnslu allan mánuðinn. Fólk getur alltaf gengið þar um milli klukkan 14 og 17 og um helgar verða skipulagðir viðburðir. Sá fyrsti á laugardaginn, 6. ágúst, verður í formi listamannaspjalls þar myndum af verkum þeirra sem þar dvelja þennan mánuð verður varpað upp. Tónlistarmennirnir koma um miðjan mánuðinn og aðalopnunin verður 27. ágúst. Sýningin fær svo að anda áfram fram í september þó nýr hópur komi líka með sýningu inn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira