Innlent

Íslenskur fiskur á leikunum í Ríó

Sveinn Arnarson skrifar
Íslenskur fiskur á leikunum í Ríó
Íslenskur fiskur á leikunum í Ríó
Íslenskur fiskur verður á borði í mötuneyti íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu í ár. Fiskurinn sem kemur frá Íslandi er saltaður þorskur frá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi hf. í Grindavík.

„Þetta er náttúrulega gríðarlega mikil viðurkenning fyrir okkur og það starf sem hefur verið stundað hér um árabil. Jafnframt er þetta staðfesting á því að við höfum verið á réttri leið í gæðastarfi hér hjá Vísi,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., en Ólympíunefndin ákvað árið 2012 að allur fiskur úr veiðum á villtum fiski skildi vera vottaður samkvæmt Marine Stewardship Council staðli um sjálfbærar og umhverfisvænar fiskveiðar.

Pétur segir að nú verði vörur Vísis sýnilegri en áður út um allan heim og að það endurspegli hreinleika og gæði íslenskra afurða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×