Leið eins og rokkstjörnu á Sólheimum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2016 07:00 Guðni, Eliza og Pétur Sveinbjarnarson fá sér lambakjöt og grænmeti af grillinu. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima í gær. Kynntust þau þar hverfinu, íbúum þess og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin var sú fyrsta hjá forsetahjónunum en Guðni tók við embætti á mánudag.Reynir Pétur Steinunnarson heldur á íslenska fánanum á meðan tekið er á móti Guðna og Elizu.vísir/gvaFánar voru á lofti og íbúar höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við gangstéttina þegar forsetann bar að garði. Forsetahjónin heilsuðu öllum og héldu þaðan í Sesseljuhús þar sem Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, flutti fyrirlestur um samfélagið sjálfbæra. Þá skoðuðu forsetahjónin einnig listaverk, gróðurhús og margt fleira. Þegar fjöldi manns vildi taka myndir af sér með Guðna sagði hann að sér liði eins og rokkstjörnu. Reynir Pétur Steinunnarson, íbúi og starfsmaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, segir að sér lítist einkar vel á Guðna og Elizu. „Þetta er mikill heiður. Þetta er fyrsta opinbera heimsóknin,“ segir Reynir Pétur. Pétur Sveinbjarnarson sýnir Elizu og Guðna listaverk eftir íbúa.Þeir Pétur og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segjast einkar ánægðir með að Sólheimar séu fyrsti staðurinn sem forsetinn heimsækir. „Þetta gefur birtu inn í hjartað,“ segir Guðmundur og bætir því við að heimsóknin sé mikill heiður. Guðni segir sjálfur að heimsóknin hafi verið skipulögð stuttu eftir að hann náði kjöri. „Mig langaði til þess að fara hingað. Ég vildi vekja athygli á því góða starfi sem er unnið hérna og ég vissi að hvert sem maður fer í þessu embætti, þá vekur það athygli,“ segir Guðni. Hann segir margt mega læra af samfélaginu á Sólheimum.Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, sýnir Guðna og Elizu tómata. Um átján tonn eru framleidd af tómötum þar ár hvert.„Samhjálp og sjálfbærni. Þetta eru stundum innantómir frasar en hér sjáum við hvað hægt er að gera í verki,“ segir Guðni. Hann segist vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir umhverfisvernd en hann breyti engu einn síns liðs. Sjálfbærni segist hann vilja auka í okkar samfélagi og samhjálpina einnig. „Hér eru eru íbúar sem þurfa á smá aðstoð að halda til þess að líða vel og til þess að ná að sýna hvað í þeim býr og hér er fólk sem er boðið og búið til að aðstoða við það. Hér sjáum við í verki hvað hægt er að gera þegar við stöndum saman.“ Guðni segir fleiri heimsóknir á hina ýmsu staði, sem og móttökur gesta, á döfinni. „Svo kemur pólitíkin líka og setur svip sinn á atburðarásina frá degi til dags,“ segir hann. Aðspurður hvort kosið verði í haust segir Guðni: „Kosið í haust, miðað við það sem allir hafa sagt frá því í vor, eða nánast allir.“ Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Að neðan má sjá svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima í gær. Kynntust þau þar hverfinu, íbúum þess og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin var sú fyrsta hjá forsetahjónunum en Guðni tók við embætti á mánudag.Reynir Pétur Steinunnarson heldur á íslenska fánanum á meðan tekið er á móti Guðna og Elizu.vísir/gvaFánar voru á lofti og íbúar höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við gangstéttina þegar forsetann bar að garði. Forsetahjónin heilsuðu öllum og héldu þaðan í Sesseljuhús þar sem Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, flutti fyrirlestur um samfélagið sjálfbæra. Þá skoðuðu forsetahjónin einnig listaverk, gróðurhús og margt fleira. Þegar fjöldi manns vildi taka myndir af sér með Guðna sagði hann að sér liði eins og rokkstjörnu. Reynir Pétur Steinunnarson, íbúi og starfsmaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, segir að sér lítist einkar vel á Guðna og Elizu. „Þetta er mikill heiður. Þetta er fyrsta opinbera heimsóknin,“ segir Reynir Pétur. Pétur Sveinbjarnarson sýnir Elizu og Guðna listaverk eftir íbúa.Þeir Pétur og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segjast einkar ánægðir með að Sólheimar séu fyrsti staðurinn sem forsetinn heimsækir. „Þetta gefur birtu inn í hjartað,“ segir Guðmundur og bætir því við að heimsóknin sé mikill heiður. Guðni segir sjálfur að heimsóknin hafi verið skipulögð stuttu eftir að hann náði kjöri. „Mig langaði til þess að fara hingað. Ég vildi vekja athygli á því góða starfi sem er unnið hérna og ég vissi að hvert sem maður fer í þessu embætti, þá vekur það athygli,“ segir Guðni. Hann segir margt mega læra af samfélaginu á Sólheimum.Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, sýnir Guðna og Elizu tómata. Um átján tonn eru framleidd af tómötum þar ár hvert.„Samhjálp og sjálfbærni. Þetta eru stundum innantómir frasar en hér sjáum við hvað hægt er að gera í verki,“ segir Guðni. Hann segist vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir umhverfisvernd en hann breyti engu einn síns liðs. Sjálfbærni segist hann vilja auka í okkar samfélagi og samhjálpina einnig. „Hér eru eru íbúar sem þurfa á smá aðstoð að halda til þess að líða vel og til þess að ná að sýna hvað í þeim býr og hér er fólk sem er boðið og búið til að aðstoða við það. Hér sjáum við í verki hvað hægt er að gera þegar við stöndum saman.“ Guðni segir fleiri heimsóknir á hina ýmsu staði, sem og móttökur gesta, á döfinni. „Svo kemur pólitíkin líka og setur svip sinn á atburðarásina frá degi til dags,“ segir hann. Aðspurður hvort kosið verði í haust segir Guðni: „Kosið í haust, miðað við það sem allir hafa sagt frá því í vor, eða nánast allir.“ Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Að neðan má sjá svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira