Leið eins og rokkstjörnu á Sólheimum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2016 07:00 Guðni, Eliza og Pétur Sveinbjarnarson fá sér lambakjöt og grænmeti af grillinu. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima í gær. Kynntust þau þar hverfinu, íbúum þess og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin var sú fyrsta hjá forsetahjónunum en Guðni tók við embætti á mánudag.Reynir Pétur Steinunnarson heldur á íslenska fánanum á meðan tekið er á móti Guðna og Elizu.vísir/gvaFánar voru á lofti og íbúar höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við gangstéttina þegar forsetann bar að garði. Forsetahjónin heilsuðu öllum og héldu þaðan í Sesseljuhús þar sem Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, flutti fyrirlestur um samfélagið sjálfbæra. Þá skoðuðu forsetahjónin einnig listaverk, gróðurhús og margt fleira. Þegar fjöldi manns vildi taka myndir af sér með Guðna sagði hann að sér liði eins og rokkstjörnu. Reynir Pétur Steinunnarson, íbúi og starfsmaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, segir að sér lítist einkar vel á Guðna og Elizu. „Þetta er mikill heiður. Þetta er fyrsta opinbera heimsóknin,“ segir Reynir Pétur. Pétur Sveinbjarnarson sýnir Elizu og Guðna listaverk eftir íbúa.Þeir Pétur og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segjast einkar ánægðir með að Sólheimar séu fyrsti staðurinn sem forsetinn heimsækir. „Þetta gefur birtu inn í hjartað,“ segir Guðmundur og bætir því við að heimsóknin sé mikill heiður. Guðni segir sjálfur að heimsóknin hafi verið skipulögð stuttu eftir að hann náði kjöri. „Mig langaði til þess að fara hingað. Ég vildi vekja athygli á því góða starfi sem er unnið hérna og ég vissi að hvert sem maður fer í þessu embætti, þá vekur það athygli,“ segir Guðni. Hann segir margt mega læra af samfélaginu á Sólheimum.Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, sýnir Guðna og Elizu tómata. Um átján tonn eru framleidd af tómötum þar ár hvert.„Samhjálp og sjálfbærni. Þetta eru stundum innantómir frasar en hér sjáum við hvað hægt er að gera í verki,“ segir Guðni. Hann segist vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir umhverfisvernd en hann breyti engu einn síns liðs. Sjálfbærni segist hann vilja auka í okkar samfélagi og samhjálpina einnig. „Hér eru eru íbúar sem þurfa á smá aðstoð að halda til þess að líða vel og til þess að ná að sýna hvað í þeim býr og hér er fólk sem er boðið og búið til að aðstoða við það. Hér sjáum við í verki hvað hægt er að gera þegar við stöndum saman.“ Guðni segir fleiri heimsóknir á hina ýmsu staði, sem og móttökur gesta, á döfinni. „Svo kemur pólitíkin líka og setur svip sinn á atburðarásina frá degi til dags,“ segir hann. Aðspurður hvort kosið verði í haust segir Guðni: „Kosið í haust, miðað við það sem allir hafa sagt frá því í vor, eða nánast allir.“ Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Að neðan má sjá svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima í gær. Kynntust þau þar hverfinu, íbúum þess og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin var sú fyrsta hjá forsetahjónunum en Guðni tók við embætti á mánudag.Reynir Pétur Steinunnarson heldur á íslenska fánanum á meðan tekið er á móti Guðna og Elizu.vísir/gvaFánar voru á lofti og íbúar höfðu stillt sér upp sitt hvorum megin við gangstéttina þegar forsetann bar að garði. Forsetahjónin heilsuðu öllum og héldu þaðan í Sesseljuhús þar sem Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, flutti fyrirlestur um samfélagið sjálfbæra. Þá skoðuðu forsetahjónin einnig listaverk, gróðurhús og margt fleira. Þegar fjöldi manns vildi taka myndir af sér með Guðna sagði hann að sér liði eins og rokkstjörnu. Reynir Pétur Steinunnarson, íbúi og starfsmaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, segir að sér lítist einkar vel á Guðna og Elizu. „Þetta er mikill heiður. Þetta er fyrsta opinbera heimsóknin,“ segir Reynir Pétur. Pétur Sveinbjarnarson sýnir Elizu og Guðna listaverk eftir íbúa.Þeir Pétur og Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segjast einkar ánægðir með að Sólheimar séu fyrsti staðurinn sem forsetinn heimsækir. „Þetta gefur birtu inn í hjartað,“ segir Guðmundur og bætir því við að heimsóknin sé mikill heiður. Guðni segir sjálfur að heimsóknin hafi verið skipulögð stuttu eftir að hann náði kjöri. „Mig langaði til þess að fara hingað. Ég vildi vekja athygli á því góða starfi sem er unnið hérna og ég vissi að hvert sem maður fer í þessu embætti, þá vekur það athygli,“ segir Guðni. Hann segir margt mega læra af samfélaginu á Sólheimum.Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, sýnir Guðna og Elizu tómata. Um átján tonn eru framleidd af tómötum þar ár hvert.„Samhjálp og sjálfbærni. Þetta eru stundum innantómir frasar en hér sjáum við hvað hægt er að gera í verki,“ segir Guðni. Hann segist vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir umhverfisvernd en hann breyti engu einn síns liðs. Sjálfbærni segist hann vilja auka í okkar samfélagi og samhjálpina einnig. „Hér eru eru íbúar sem þurfa á smá aðstoð að halda til þess að líða vel og til þess að ná að sýna hvað í þeim býr og hér er fólk sem er boðið og búið til að aðstoða við það. Hér sjáum við í verki hvað hægt er að gera þegar við stöndum saman.“ Guðni segir fleiri heimsóknir á hina ýmsu staði, sem og móttökur gesta, á döfinni. „Svo kemur pólitíkin líka og setur svip sinn á atburðarásina frá degi til dags,“ segir hann. Aðspurður hvort kosið verði í haust segir Guðni: „Kosið í haust, miðað við það sem allir hafa sagt frá því í vor, eða nánast allir.“ Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Að neðan má sjá svipmyndir frá heimsókn forsetahjónanna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira