Erlent

Ísraelar geta nú dæmt tólf ára börn í fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Að minnsta kosti 218 Palestínumenn og 34 Ísraelar hafa látið lífið í árásum síðustu mánuði.
Að minnsta kosti 218 Palestínumenn og 34 Ísraelar hafa látið lífið í árásum síðustu mánuði. Vísir/AFP
Ísraelsþing hefur samþykkt ný lög sem veitir dómstólum heimild til að dæma börn, tólf ára og eldri, í fangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum.

Í frétt SVT kemur fram að lögin hafi verið samþykkt eftir röð hnífstunguárása Palestínumanna á Ísraelum í Ísrael og á hernumdu svæðunum síðustu mánuði.

Anat Berko, þingkona stjórnarflokksins Likud, lagði fram frumvarpið. Segir hún í tilkynningu að það skiptir þeim sem séu stungnir til bana litlu máli hvort árásarmaðurinn sé tólf eða fimmtán ára gamall.

Að minnsta kosti 218 Palestínumenn og 34 Ísraelar hafa látið lífið frá því að sú bylgja ofbeldis sem nú stendur yfir hófst í Ísrael og á palestínsku heimstjórnarsvæðunum í október á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×