Erlent

Forseti Túnis tilnefnir nýjan forsætisráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Youssef Chahed.
Youssef Chahed. Vísir/AFP
Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, hefur tilnefnt Youssef Chahed í stól forsætisráðherra landsins.

Vantrausttillaga á hendur forsætisráðherranum Habib Essid var samþykkt á túníska þinginu í síðustu viku.

Chahed hefur gegnt stöðu ráðherra sveitarstjórnarmála að undanförnu og er fulltrúi flokksins Nida Tounes sem styður aðskilnað ríkisvaldsins og hins trúarlega.

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt tilnefninguna og segir Chahed of nátengdan forsetanum.

Túníska þingið mun nú greiða atkvæði um tilnefninguna. Flokkarnir Nida Tounes og íslamistaflokkurinn al-Nahda eiga báðir aðild að samsteypustjórn landsins og er fastlega búist við að þingið muni samþykkja tilnefninguna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×