Erlent

Tók saman nokkrar af uppáhaldsljósmyndum hirðljósmyndara Obama

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama tók við embætti forseta í ársbyrjun 2009.
Barack Obama tók við embætti forseta í ársbyrjun 2009. Myndir/Pete Souza
Bandaríski ljósmyndarinn Pete Souza hefur starfað sem hirðljósmyndari Barack Obama Bandaríkjaforseta síðustu tæpu átta árin og hefur sem slíkur verið í miklu návígi við forsetann og í aðstöðu til að ná einstökum myndum af forsetanum í valdatíð hans.

Áætlað er að hann hafi tekið nærri tvær milljónir ljósmynda og má sjá á sjöunda þúsund þeirra á Flickr-reikningi Hvíta hússins. Ljóst er að Souza hefur náð ótrúlega áhrifamiklum og hjartnæmum myndum af forsetanum og hans nánustu.

Allt frá árunum 2009 hefur Souza á hverju ári tekið saman 75 til hundrað af uppáhaldsmyndum sínum af forsetanum það árið.

Twisted Sifter fór í gegnum myndaalbúmin og tók saman nokkrar af þeim allra bestu sem Souza hefur náð og má sjá þær í albúminu að neðan. Þá má einnig sjá viðtal BBC við ljósmyndarann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×