Lífið

Regína Ósk og Friðrik Ómar með Eurovision partý

Stefán Árni Pálsson skrifar
Regína Ósk og Friðrik Ómar tóku þátt í lokakeppninni í Eurovision á sínum tíma.
Regína Ósk og Friðrik Ómar tóku þátt í lokakeppninni í Eurovision á sínum tíma.
Það verður sannkölluð Eurovision-stemmning í Græna herberginu í Lækjargötu 6a í kvöld. Þar stígur á stokk Eurobandið með þeim Regínu Ósk og Friðriki Ómari í fararbroddi en hljómsveitina skipa þeir Benni Brynleifs, Kiddi Grétars, Robbi Þórhalls og Ingvar Alfreðsson.

Þau hafa verið að koma fram í mörg ár á árshátíðum og böllum en núna ætla þau í tilefni Hinsegin daga að halda órafmagnaða tónleika þar sem þau syngja og spila Eurovision lög eingöngu.

Á dagskránni verða fjölmörg lög sem gengið ætlar að setja í nýjan búning. Miðasala fer fram á Græna herberginu og við innganginn og miðaverð er 2.900 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×