Erlent

Styttist í að Ólympíuleikarnir hefjist

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Yfirvöld í Rio De Janeiro hafa enn ekki leyst úr öllum þeim vandamálum sem komið hafa upp í aðdraganda Ólympíuleikanna sem hefjast á föstudag. 206 lönd taka þátt í leikunum í ár með 11.192 keppendum. Jóhann K. Jóhannsson

Viðbúið er að opnunarathöfn Ólympíuleikanna, sem fer fram á Maracanã leikvanginum í Rio De Janeiro, verði hin glæsilegasta. Undirbúningur fyrir leiknana hefur að sögn yfirvalda gengið vel og fullyrða þau að allt verðir klárt þegar leikarnir hefjast. Það er þó margt sem hefur farið úrskeiðist í aðdraganda leikanna en,  til að mynda var mikið kvartað undan aðstæðum í Ólympíuþorpinu þar sem keppendur koma til með að hafa aðsetur. Í vikunni rifti brasilíska dómsmálaráðuneytið samkomulagi við öryggisfyrirtæki sem átti að sjá um öll oryggismál fyrir Ólympíuleikana, tæpri viku áður en leikarnir hefjast.

Ástæðan er sú að fyrirtækinu hafið verið falið að ráða til sín 3.400 öryggisverði sem áttu að manna öll öryggishlið og vakta alla innganga á inn á keppnisvæðin. Öryggisfyrirtækið hafi einungið 500 öryggisverði á sínum snærum.

Vegna þessa er stefnt að því að lögreglumenn þar í borg komi til með að manna þessar stöður, en til að bæta gráu ofan á svart þá hafa sömu lögreglumenn staðið í kjartabaráttu þar í landi síðustu vikur.

Þó leikarnir séu ekki settir formlega fyrr en á föstudag verður keppt í fyrstu keppnisgreinum á morgun, en þá hefst riðlakeppni kvenna í fótbolta með 6 leikjum.

Átta íslenskir keppendur munu taka þátt á leikunum í ár og mætti sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir fyrst þeirra í Ólympíuþorpið í gær. Íslensku keppendurnir koma til með að vera staðsett í þyrpingu með nokkrum nágranna þjóðum Íslands, það er svíum, dönum og finnum.

Stöð 2 Sport mun sýna frá Ólypíuleikunum í Ríó De Janeiro


Tengdar fréttir

Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40

Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×