Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Ritstjórn skrifar 2. ágúst 2016 20:00 Dascha Polanco hefur mikinn áhuga á tísku en stóru tískuhúsin vilja ekki klæða hana. Myndir/Getty Leikkonan Dascha Polanco, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange is the New Black, hefur vakið athygli á því að stóru tískuhúsin hafa í gegnum tíðina neitað að klæða hana fyrir stóra viðburði á borð við Emmy og Golden Globe hátíðarnar. Hún segir að hún þurfi að leita til ungra og upprennandi hönnuða sem eru að reyna að koma sér á framfæri þar sem enginn annar vill klæða hana. Þetta vekur mikla furðu þar sem Dascha er ein af björtustu vonum Hollywood, hún leikur í vinsælum þáttum og er með tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Hún segir aðal ástæðuna fyrir þessu vera að hönnuðirnir segjast ekki gera föt í svo stórum stærðum. Melissa McCarthy sem hefur farið með stór hlutverk í kvikmyndum á borð við Bridesmaids, Spy og The Boss hefur einnig talað um þetta vandamál en hún hefur þurft að taka upp á því að hanna sína eigin kjóla. Polanco er greinilega mikil smekkkona og ber fötin vel. Það er því eitt stórt spurningamerki af hverju tískuhúsin vilja ekki klæða hana.Dascha furðar sig einnig á því að tískuhúsin keppast um að fá að klæða fræga einstaklinga sem hafa lítið upp á lítið annað en bjóða nema réttan líkama en svo þegar konur sem hafa hæfileika langar til þess að klæða sig upp og svala tískuþörfinni þá er það allt í einu ekki hægt. Þrátt fyrir að mörg merki eru farin að bjóða upp á fatnað í stærri stærðum en vaninn hefur verið þá hafa stóru og virtu tískuhúsin verið tregari til af einhverjum ástæðum. Leikkonan Leslie Jones sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í nýju Ghostbusters kvikmyndinni vakti einnig athygli á þessu vandamáli þegar hún þurfti að fara að mæta á frumsýningar á myndinni en enginn hönnuður vildi klæða hana. Þá steig bandaríski fatahönnuðurinn Christian Siriano fram og sagði að hann mundi aldrei hika við að hanna kjól á hvaða líkama sem er. Hann saumaði kjól á Leslie Jones og gagnrýndi í leiðinni þetta viðhorf á öðrum virtum fatahönnuðum. Leslie Jones, ein aðalstjarna nýju Ghostbusters myndarinnar, átti í erfiðleikum með að redda sér kjól fyrir frumsýningu myndarinnar.Melissa McCarthy segist oft hafa þurft að bregða á það ráð að hanna sína eigin kjóla þar sem engir hönnuðir hafa viljað klæða hana. Golden Globes Mest lesið Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Serena Williams svarar 73 spurningum frá Vogue Glamour Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Naglatískan í gegnum árin Glamour Reimuð stígvél og buxur í vandræðalegri sídd Glamour Zara auðveldar verslun á netinu til muna Glamour Fjölbreytni á forsíðum glanstímarita aldrei verið meiri Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour
Leikkonan Dascha Polanco, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange is the New Black, hefur vakið athygli á því að stóru tískuhúsin hafa í gegnum tíðina neitað að klæða hana fyrir stóra viðburði á borð við Emmy og Golden Globe hátíðarnar. Hún segir að hún þurfi að leita til ungra og upprennandi hönnuða sem eru að reyna að koma sér á framfæri þar sem enginn annar vill klæða hana. Þetta vekur mikla furðu þar sem Dascha er ein af björtustu vonum Hollywood, hún leikur í vinsælum þáttum og er með tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Hún segir aðal ástæðuna fyrir þessu vera að hönnuðirnir segjast ekki gera föt í svo stórum stærðum. Melissa McCarthy sem hefur farið með stór hlutverk í kvikmyndum á borð við Bridesmaids, Spy og The Boss hefur einnig talað um þetta vandamál en hún hefur þurft að taka upp á því að hanna sína eigin kjóla. Polanco er greinilega mikil smekkkona og ber fötin vel. Það er því eitt stórt spurningamerki af hverju tískuhúsin vilja ekki klæða hana.Dascha furðar sig einnig á því að tískuhúsin keppast um að fá að klæða fræga einstaklinga sem hafa lítið upp á lítið annað en bjóða nema réttan líkama en svo þegar konur sem hafa hæfileika langar til þess að klæða sig upp og svala tískuþörfinni þá er það allt í einu ekki hægt. Þrátt fyrir að mörg merki eru farin að bjóða upp á fatnað í stærri stærðum en vaninn hefur verið þá hafa stóru og virtu tískuhúsin verið tregari til af einhverjum ástæðum. Leikkonan Leslie Jones sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í nýju Ghostbusters kvikmyndinni vakti einnig athygli á þessu vandamáli þegar hún þurfti að fara að mæta á frumsýningar á myndinni en enginn hönnuður vildi klæða hana. Þá steig bandaríski fatahönnuðurinn Christian Siriano fram og sagði að hann mundi aldrei hika við að hanna kjól á hvaða líkama sem er. Hann saumaði kjól á Leslie Jones og gagnrýndi í leiðinni þetta viðhorf á öðrum virtum fatahönnuðum. Leslie Jones, ein aðalstjarna nýju Ghostbusters myndarinnar, átti í erfiðleikum með að redda sér kjól fyrir frumsýningu myndarinnar.Melissa McCarthy segist oft hafa þurft að bregða á það ráð að hanna sína eigin kjóla þar sem engir hönnuðir hafa viljað klæða hana.
Golden Globes Mest lesið Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Serena Williams svarar 73 spurningum frá Vogue Glamour Litagleði á tískuvikunni í Osló Glamour Stílisti Michelle Obama leysir frá skjóðunni Glamour Naglatískan í gegnum árin Glamour Reimuð stígvél og buxur í vandræðalegri sídd Glamour Zara auðveldar verslun á netinu til muna Glamour Fjölbreytni á forsíðum glanstímarita aldrei verið meiri Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour