Lífið

Mest spennt fyrir því að fara í sleik á Þjóðhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karítas Sif skemmti sér vel í dalnum um helgina.
Karítas Sif skemmti sér vel í dalnum um helgina. vísir
„Röddin er bara einhverstaðar í brekkunni,“ segir Karítas Sif Bjarkadóttir, í Herjólfsdalnum á sunnudeginum á Þjóðhátíð. Karítas missti röddinni í Herjólfi á leiðinni til Eyja.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór fram um helgina og þótti hátíðin heppnast nokkuð vel. Sólin skein á gesti Þjóðhátíðar alla helgina og mikið stuð í dalnum um öll kvöld. Vísir og Stöð 2 var á svæðinu og fylgdist vel með.

„Það er búið að vera alveg geggjað gaman, geðveik sól og bóndafarið komið,“ segir Kara Dís Gilbertsdóttir nokkuð hress eftir langa Þjóðhátíð.

„Stemningin fyrir kvöldinu er fokking góð, við erum mjög spenntar og þetta er mitt fyrsta skipti,“ segir Helga Huld Heiðdal sem var að gera til tilbúnar fyrir brekkusönginn um kvöldið á sunnudeginum.

Karítas Sif hefur farið þrisvar sinnum á Þjóðhátíð og segist vera mest spennt fyrir því að fara í sleik.

„Það hefur bara gengið andskoti vel hjá mér um helgina, maður er búin að fara í marga sleika,“ segir hún létt og hress.

„Svo eru blysin svo falleg á sunnudagskvöldinu. Maður fellir tár, þetta er svo fallegt. Maður reynir bara að taka einn sleik undir hverju blysi,“ segir Karítas og hlær.


Tengdar fréttir

Baksviðs með FM95BLÖ: Þegar allt trylltist á Þjóðhátíð

"Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum.

„Við viljum engan helvítis bleikan fíl í dalinn“

„Við erum sjö til átta vinkonur sem ákváðum að vera ruðningslið með lukkudýri,“ segir Sara Hlín Sölvadóttir, sem mætti í skemmtilegum búningi í Herjólfsdal ásamt vinkonum sínu en árlega er búningakeppni í Herjólfsdal og mæta margir vinahópar í allskonar búningum á Þjóðhátíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×