Erlent

Bretinn King kemur nýr inn í framkvæmdastjórn ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Julian King hefur áður starfað sem sendiherra í bresku utanríkisþjónustunni.
Julian King hefur áður starfað sem sendiherra í bresku utanríkisþjónustunni. Vísir/AFP
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur skipað Bretann Julian King í embætti framkvæmdastjóra og mun hann vera með öryggismál á sinni könnu.

Skipun King kemur í kjölfar þess að Jonathan Hill sagði af sér eftir að Bretar ákváðu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní.

King mun meðal annars samræma vinnu aðildarríkja ESB í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi, skipulagðri glæpastarfsemi og tölvuglæpum.

Öll aðildarríki ESB eiga sinn fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, en Evrópuþingið þarf að staðfesta skipunina áður en King getur tekið til starfa.

King hefur áður starfað sem sendiherra í bresku utanríkisþjónustunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×