Fangageymslur hýstu nær fjörutíu um helgina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnamálunum á Þjóhátíð. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Lögreglumál Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fangageymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lögreglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimmtán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjátíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefnamálunum. Í fyrra voru fleiri fíkniefnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitthvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðisbrota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fangageymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleikarnir fram en þar gistu tveir fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðisbrot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðisbrotamál komu á borð Neyðarmóttöku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Lögreglumál Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fangageymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lögreglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimmtán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjátíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefnamálunum. Í fyrra voru fleiri fíkniefnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitthvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðisbrota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upplýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fangageymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleikarnir fram en þar gistu tveir fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðisbrot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðisbrotamál komu á borð Neyðarmóttöku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira