Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2016 18:02 Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu í fyrsta sinn. mynd/gsí Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. Þetta var í 20. sinn sem Einvígið á Nesinu er haldið en að þessu sinni var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson varð hlutskarpastur á mótinu í ár. Eins og venjulega voru níu holur leiknar og datt síðasti kylfingurinn á hverri holu út, þar til að einn stóð eftir. Á áttundu holunni stóðu þeir Oddur Óli, Aron Snær Júlíusson og Björgvin Sigurbergsson eftir. Sá síðastnefndi féll þar úr leik og því stóðu Oddur Óli og Aron Snær, sigurvegarinn frá því í fyrra, einir eftir. Þeir léku báðir holuna á pari og því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Þar hafði Oddur Óli betur og stóð hann því uppi sem sigurvegari.Þess má geta að mótinu verða gerð skil í sérstökum þætti sem verður sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. Þetta var í 20. sinn sem Einvígið á Nesinu er haldið en að þessu sinni var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson varð hlutskarpastur á mótinu í ár. Eins og venjulega voru níu holur leiknar og datt síðasti kylfingurinn á hverri holu út, þar til að einn stóð eftir. Á áttundu holunni stóðu þeir Oddur Óli, Aron Snær Júlíusson og Björgvin Sigurbergsson eftir. Sá síðastnefndi féll þar úr leik og því stóðu Oddur Óli og Aron Snær, sigurvegarinn frá því í fyrra, einir eftir. Þeir léku báðir holuna á pari og því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Þar hafði Oddur Óli betur og stóð hann því uppi sem sigurvegari.Þess má geta að mótinu verða gerð skil í sérstökum þætti sem verður sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira