Tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð Jakob Bjarnar og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 1. ágúst 2016 15:49 Bæði tilfellin áttu sér stað í Herjólfsdal. Vísir/Óskar P. Friðriksson Minnst tvö kynferðisbrot hafa verið tilkynnt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum og eru allmörg vitni að því. Þetta mun hafa verið á laugardagskvöldinu og átti atvikið sér stað í Dalnum. Í nótt var svo í það minnsta eitt tilvik sem var tilkynnt og kom það mál til kasta heilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Það mál mun einnig hafa komið upp í Herjólfsdal. Ómögulegt hefur reynst að fá þessi tilvik staðfest frá þar til bærum yfirvöldum vegna yfirlýstrar stefnu Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans í Vestmannaeyjum; en hún gaf út fyrir hátíðina að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki tjá sig um atvik af þessu tagi. Að auki tjáði neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisbrota sig ekki um það hvort brot hefði komið inn á þeirra borð frá Vestmannaeyjum. Stefna embættisins í ár er sú sama og í fyrra. Málið vakti upp mikil viðbrögð þá og gerði það einnig nú. Mikla athygli vakti þegar hópur tónlistarmanna tilkynnti að þeir myndu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár nema stefnubreyting yrði í þeim efnum, og að samræmd yrði upplýsingagjöf frá lögregluembættunum. Eftir fund með Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Eyjum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir kæmu fram ef svo yrði. Áður hefur verið sagt frá því að minnst fjögur kynferðisbrot hafi átt sér stað um helgina, þar af þrjú í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að nóttin hafi verið róleg framan af en þegar tók að síga á síðari hluta hennar hafi þurft að sinna mörgum útköllum. Alls gistu fimm fangageymslur vegna ýmissa mála. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í gær en þar af er ein alvarleg. Alls voru þrettán líkamsárásir kærðar á hátíðinni. Í einu tilviki var um að ræða heimilisofbeldi en tvær líkamsárásir töldust alvarlegar. Níu fíkniefnamál komu upp í gær í Eyjum samanborið við fimmtán í fyrrakvöld. Haldlögð efni í gær voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Um neysluskammta er að ræða. Lögreglan telur að fimmtánþúsund gestir hafi heimsótt hátíðina þegar mest var. Tengdar fréttir Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Sjá meira
Minnst tvö kynferðisbrot hafa verið tilkynnt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum og eru allmörg vitni að því. Þetta mun hafa verið á laugardagskvöldinu og átti atvikið sér stað í Dalnum. Í nótt var svo í það minnsta eitt tilvik sem var tilkynnt og kom það mál til kasta heilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Það mál mun einnig hafa komið upp í Herjólfsdal. Ómögulegt hefur reynst að fá þessi tilvik staðfest frá þar til bærum yfirvöldum vegna yfirlýstrar stefnu Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans í Vestmannaeyjum; en hún gaf út fyrir hátíðina að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki tjá sig um atvik af þessu tagi. Að auki tjáði neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisbrota sig ekki um það hvort brot hefði komið inn á þeirra borð frá Vestmannaeyjum. Stefna embættisins í ár er sú sama og í fyrra. Málið vakti upp mikil viðbrögð þá og gerði það einnig nú. Mikla athygli vakti þegar hópur tónlistarmanna tilkynnti að þeir myndu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár nema stefnubreyting yrði í þeim efnum, og að samræmd yrði upplýsingagjöf frá lögregluembættunum. Eftir fund með Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Eyjum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir kæmu fram ef svo yrði. Áður hefur verið sagt frá því að minnst fjögur kynferðisbrot hafi átt sér stað um helgina, þar af þrjú í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að nóttin hafi verið róleg framan af en þegar tók að síga á síðari hluta hennar hafi þurft að sinna mörgum útköllum. Alls gistu fimm fangageymslur vegna ýmissa mála. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í gær en þar af er ein alvarleg. Alls voru þrettán líkamsárásir kærðar á hátíðinni. Í einu tilviki var um að ræða heimilisofbeldi en tvær líkamsárásir töldust alvarlegar. Níu fíkniefnamál komu upp í gær í Eyjum samanborið við fimmtán í fyrrakvöld. Haldlögð efni í gær voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Um neysluskammta er að ræða. Lögreglan telur að fimmtánþúsund gestir hafi heimsótt hátíðina þegar mest var.
Tengdar fréttir Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Sjá meira
Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08
Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47
Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00