Tilkynnt um minnst tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð Jakob Bjarnar og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 1. ágúst 2016 15:49 Bæði tilfellin áttu sér stað í Herjólfsdal. Vísir/Óskar P. Friðriksson Minnst tvö kynferðisbrot hafa verið tilkynnt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum og eru allmörg vitni að því. Þetta mun hafa verið á laugardagskvöldinu og átti atvikið sér stað í Dalnum. Í nótt var svo í það minnsta eitt tilvik sem var tilkynnt og kom það mál til kasta heilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Það mál mun einnig hafa komið upp í Herjólfsdal. Ómögulegt hefur reynst að fá þessi tilvik staðfest frá þar til bærum yfirvöldum vegna yfirlýstrar stefnu Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans í Vestmannaeyjum; en hún gaf út fyrir hátíðina að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki tjá sig um atvik af þessu tagi. Að auki tjáði neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisbrota sig ekki um það hvort brot hefði komið inn á þeirra borð frá Vestmannaeyjum. Stefna embættisins í ár er sú sama og í fyrra. Málið vakti upp mikil viðbrögð þá og gerði það einnig nú. Mikla athygli vakti þegar hópur tónlistarmanna tilkynnti að þeir myndu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár nema stefnubreyting yrði í þeim efnum, og að samræmd yrði upplýsingagjöf frá lögregluembættunum. Eftir fund með Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Eyjum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir kæmu fram ef svo yrði. Áður hefur verið sagt frá því að minnst fjögur kynferðisbrot hafi átt sér stað um helgina, þar af þrjú í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að nóttin hafi verið róleg framan af en þegar tók að síga á síðari hluta hennar hafi þurft að sinna mörgum útköllum. Alls gistu fimm fangageymslur vegna ýmissa mála. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í gær en þar af er ein alvarleg. Alls voru þrettán líkamsárásir kærðar á hátíðinni. Í einu tilviki var um að ræða heimilisofbeldi en tvær líkamsárásir töldust alvarlegar. Níu fíkniefnamál komu upp í gær í Eyjum samanborið við fimmtán í fyrrakvöld. Haldlögð efni í gær voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Um neysluskammta er að ræða. Lögreglan telur að fimmtánþúsund gestir hafi heimsótt hátíðina þegar mest var. Tengdar fréttir Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira
Minnst tvö kynferðisbrot hafa verið tilkynnt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í öðru málanna var síðar gengið í skrokk á meintum geranda og hann fluttur úr Herjólfsdal á börum og sendur með sjúkraflugi á Landsspítalann. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum og eru allmörg vitni að því. Þetta mun hafa verið á laugardagskvöldinu og átti atvikið sér stað í Dalnum. Í nótt var svo í það minnsta eitt tilvik sem var tilkynnt og kom það mál til kasta heilsugæslustöðvarinnar í Eyjum. Það mál mun einnig hafa komið upp í Herjólfsdal. Ómögulegt hefur reynst að fá þessi tilvik staðfest frá þar til bærum yfirvöldum vegna yfirlýstrar stefnu Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjórans í Vestmannaeyjum; en hún gaf út fyrir hátíðina að lögreglan í Vestmannaeyjum myndi ekki tjá sig um atvik af þessu tagi. Að auki tjáði neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisbrota sig ekki um það hvort brot hefði komið inn á þeirra borð frá Vestmannaeyjum. Stefna embættisins í ár er sú sama og í fyrra. Málið vakti upp mikil viðbrögð þá og gerði það einnig nú. Mikla athygli vakti þegar hópur tónlistarmanna tilkynnti að þeir myndu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár nema stefnubreyting yrði í þeim efnum, og að samræmd yrði upplýsingagjöf frá lögregluembættunum. Eftir fund með Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Eyjum sendu þeir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir kæmu fram ef svo yrði. Áður hefur verið sagt frá því að minnst fjögur kynferðisbrot hafi átt sér stað um helgina, þar af þrjú í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að nóttin hafi verið róleg framan af en þegar tók að síga á síðari hluta hennar hafi þurft að sinna mörgum útköllum. Alls gistu fimm fangageymslur vegna ýmissa mála. Þrjár líkamsárásir voru kærðar í gær en þar af er ein alvarleg. Alls voru þrettán líkamsárásir kærðar á hátíðinni. Í einu tilviki var um að ræða heimilisofbeldi en tvær líkamsárásir töldust alvarlegar. Níu fíkniefnamál komu upp í gær í Eyjum samanborið við fimmtán í fyrrakvöld. Haldlögð efni í gær voru amfetamín, kókaín, kannabis og E-töflur. Um neysluskammta er að ræða. Lögreglan telur að fimmtánþúsund gestir hafi heimsótt hátíðina þegar mest var.
Tengdar fréttir Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Sjá meira
Tvö kynferðisbrot tilkynnt í Reykjavík og mennirnir í Eyjum látnir lausir Mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við stærsta fíkniefnamál í sögu Þjóðhátíðar, hafa verið látnir lausir. Engin svör fengust um kynferðisbrot á hátíðinni. 30. júlí 2016 23:08
Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47
Hljómsveitirnar funda með Þjóðhátíðarnefnd Krafa sveitanna er að lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. 22. júlí 2016 13:33
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. 27. júlí 2016 13:00