Erlent

Fimm fórust þegar rússneskri herþyrlu var grandað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fimm menn voru um borð og fórust þeir allir.
Fimm menn voru um borð og fórust þeir allir. vísir/getty
Fimm létu lífið þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Sýrlandi fyrr í dag. Þyrlan var á leið frá Aleppo en þangað hafði hún flutt matvæli, lyf og vatn til íbúa. Þetta kemur fram á vef BBC.

Talið er líklegt að liðsmenn uppreisnarmanna hafi skotið þyrluna niður. Á síðum á vefnum má sjá myndir og myndbönd af braki þyrlunnar. Á einu þeirra sést að auki hvar traðkað er á líki eins hermannsins.

Þetta er mesta mannfall sem Rússar hafa orðið fyrir, innan sýrlensku landamæranna, síðan þeir hófu afskipti af borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Í síðasata mánuði var önnur rússnesk þyrla skotin niður en þá létust tveir. Jafn margir fórust í nóvember þegar herþota hrapaði eftir að hafa orðið fyrir skoti frá Tyrkjum. Tyrkir sökuðu þá Rússa um að rjúfa lofthelgi landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×