Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2016 19:01 Vísir/EPA Lögreglan í Filippseyjum segir að tæplega 600 einstaklingar sem voru grunaðir um fíkniefnasölu eða neyslu hafi verið drepnir án dóms og laga frá því í júlí. Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að Rodrigo Duterte, nýr forseti landsins, stöðvi drápin sem eru liður í „átaki“ forsetans gegn fíkniefnum. Fjölmiðlar í landinu segja fjölda látinna þó nærri þúsund þar sem vopnuð gengi borgara hafi drepið fjölmarga í Filippseyjum. Rúmlega hálf milljón manna munu hafa gefið sig fram við lögreglu og viðurkennt að neyta fíkniefna. Þau eru látin skrifa undir samning um að gera það aldrei aftur og lögreglan gengur á milli húsa og kannar hvort að samningunum sé fylgt eftir.Samkvæmt Sky News hæddist Dutert að Sameinuðu þjóðunum í ræðu í vikunni. Hann sagði að þeir ættu frekar að einbeita sér að átökunum í Mið-Austurlöndum en sér. Þá sagði hann við lögregluþjóna að hann myndi fara fyrir dómara í þeirra stað ef þeir yrðu sakaðir um morð. „Ef þeir veita ofbeldisfulla mótspyrnu, ef þið óttist um lífi ykkar við handtöku, skjótið hann og drepið hann. Get ég verið skýrari en það?“ Þá hefur forsetinn heitið því að tvöfalda laun lögregluþjóna á árinu og að koma fíklum fyrir í „endurhæfingarbúðum“ sem komið yrði upp í herstöðvum. Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögreglan í Filippseyjum segir að tæplega 600 einstaklingar sem voru grunaðir um fíkniefnasölu eða neyslu hafi verið drepnir án dóms og laga frá því í júlí. Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að Rodrigo Duterte, nýr forseti landsins, stöðvi drápin sem eru liður í „átaki“ forsetans gegn fíkniefnum. Fjölmiðlar í landinu segja fjölda látinna þó nærri þúsund þar sem vopnuð gengi borgara hafi drepið fjölmarga í Filippseyjum. Rúmlega hálf milljón manna munu hafa gefið sig fram við lögreglu og viðurkennt að neyta fíkniefna. Þau eru látin skrifa undir samning um að gera það aldrei aftur og lögreglan gengur á milli húsa og kannar hvort að samningunum sé fylgt eftir.Samkvæmt Sky News hæddist Dutert að Sameinuðu þjóðunum í ræðu í vikunni. Hann sagði að þeir ættu frekar að einbeita sér að átökunum í Mið-Austurlöndum en sér. Þá sagði hann við lögregluþjóna að hann myndi fara fyrir dómara í þeirra stað ef þeir yrðu sakaðir um morð. „Ef þeir veita ofbeldisfulla mótspyrnu, ef þið óttist um lífi ykkar við handtöku, skjótið hann og drepið hann. Get ég verið skýrari en það?“ Þá hefur forsetinn heitið því að tvöfalda laun lögregluþjóna á árinu og að koma fíklum fyrir í „endurhæfingarbúðum“ sem komið yrði upp í herstöðvum.
Tengdar fréttir Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44 Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28 Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Duterte: „Réttlætanlegt að drepa spillta blaðamenn“ Verðandi forseti Filippseyja segist ekki geta verndað blaðamenn sem uppvísir eru um spillingu. 2. júní 2016 23:44
Ætlar að gefa einræðisherranum Marcos hetjulega útför Mótmæli vegna áforma nýkjörins forseti Filipseyja um að veita Ferdinand Marcos hetjulega útför. 14. ágúst 2016 20:28
Duterte sór embættiseið á Filippseyjum Hinn umdeildi nýkjörni forseti Filippseyja, hörkutólið Rodrigo Duterte sór embættiseið sinn í morgun en hann vann stórsigur í forsetakosningum sem fram fóru í maí. Duterte, sem er fyrrverandi borgarstjóri í Davao, kollvarpaði valdakerfi landsins með sigrinum og lofaði blóðugu stríði við glæpagengin í landinu og að hart verði tekið á spillingu í stjórnsýslunni. 30. júní 2016 07:33