Bjarni segir ummæli Eyglóar ódýrt tal Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér en fjármálaráðherra segir ráðherrann á ábyrgð Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Þá afstöðu rökstuddi hún með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þessar ákvörðun ráðherrans afar illa. Þannig lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að henni fyndist Eygló eiga að segja af sér en Eygló segist ekki hafa íhugað afsögn.Ríkisfjármálaáætlun snýr að næsta kjörtímabiliHvernig getur þú setið í ríkisstjórn sem er ekki að sinna þessum hópum sem þú nefnir, barnafjölskyldur og lífeyrisþegar? „Það hefur náttúrulega legið lengi fyrir þessi afstaða mín varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Hún snýr að næsta kjörtímabili. Hún snýr að tímabili þar sem að væntanlega verður nýr stjórnarsáttmáli sem að mun liggja þá til forgrunns. Það hefur ekki verið samið um myndun neinnar nýrrar ríkisstjórnar þannig að ég starfa áfram á grundvelli núverandi stjórnarsáttmála,“ segir Eygló.Varla boðlegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir þessa ákvörðun hafa komið á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að á kjörtímabilinu hefði verið forgangsraðað meðal annars í þágu málaflokka sem Eygló ber ábyrgð á. Það sé einnig gert í fjármálaáætluninni. „Þetta er bara svo ódýrt tal. Þetta er bara svo ódýr framsetning á málinu. Það verður þá að gera grein fyrir því af hverju á að taka, eða hvernig eigi að stórauka tekjurnar eða að hvaða leyti eigi að ganga á afgang í ríkisfjármálum. En að segja bara svona út í loftið að mönnum þyki að það þyrfti að koma meira, það finnst mér bara ekki, mér finnst það varla boðlegt inn í umræðu um jafn stórt mál eins og þetta,“ segir Bjarni.Ekki gott fyrir samstarfiðÞú sem annar af forystumönnum þessarar ríkisstjórnar. Hvað afleiðingar hefur það fyrir ráðherra að standa ekki með svona málum? „Það svo sem er ekkert gott fyrir samstarf í samsteypustjórn. Viðkomandi ráðherra er ekki á mína ábyrgð. Hann er auðvitað á ábyrgð Framsóknarflokksins og það er alfarið mál Framsóknarflokksins hvort að þeir kjósa að bregðast við þessu og ég ætla ekkert að segja þeim fyrir í því efni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá fyrir sér langlífi nokkurrar ríkisstjórnar þar sem ráðherrar áskilja sér rétt til að sitja hjá í stórum málum. Hann efist þó um að þetta mál muni hafa miklar afleiðingar fyrir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Mér sýnist að þetta séu kannski fyrstu merki þess sem að mögulega við fáum að sjá á næstu vikum. Að menn vilja svona skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga, og það verður bara að koma í ljós hvernig það spilast frá viku til viku,“ segir Bjarni. Alþingi Tengdar fréttir Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20 Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér en fjármálaráðherra segir ráðherrann á ábyrgð Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Þá afstöðu rökstuddi hún með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þessar ákvörðun ráðherrans afar illa. Þannig lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að henni fyndist Eygló eiga að segja af sér en Eygló segist ekki hafa íhugað afsögn.Ríkisfjármálaáætlun snýr að næsta kjörtímabiliHvernig getur þú setið í ríkisstjórn sem er ekki að sinna þessum hópum sem þú nefnir, barnafjölskyldur og lífeyrisþegar? „Það hefur náttúrulega legið lengi fyrir þessi afstaða mín varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Hún snýr að næsta kjörtímabili. Hún snýr að tímabili þar sem að væntanlega verður nýr stjórnarsáttmáli sem að mun liggja þá til forgrunns. Það hefur ekki verið samið um myndun neinnar nýrrar ríkisstjórnar þannig að ég starfa áfram á grundvelli núverandi stjórnarsáttmála,“ segir Eygló.Varla boðlegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir þessa ákvörðun hafa komið á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að á kjörtímabilinu hefði verið forgangsraðað meðal annars í þágu málaflokka sem Eygló ber ábyrgð á. Það sé einnig gert í fjármálaáætluninni. „Þetta er bara svo ódýrt tal. Þetta er bara svo ódýr framsetning á málinu. Það verður þá að gera grein fyrir því af hverju á að taka, eða hvernig eigi að stórauka tekjurnar eða að hvaða leyti eigi að ganga á afgang í ríkisfjármálum. En að segja bara svona út í loftið að mönnum þyki að það þyrfti að koma meira, það finnst mér bara ekki, mér finnst það varla boðlegt inn í umræðu um jafn stórt mál eins og þetta,“ segir Bjarni.Ekki gott fyrir samstarfiðÞú sem annar af forystumönnum þessarar ríkisstjórnar. Hvað afleiðingar hefur það fyrir ráðherra að standa ekki með svona málum? „Það svo sem er ekkert gott fyrir samstarf í samsteypustjórn. Viðkomandi ráðherra er ekki á mína ábyrgð. Hann er auðvitað á ábyrgð Framsóknarflokksins og það er alfarið mál Framsóknarflokksins hvort að þeir kjósa að bregðast við þessu og ég ætla ekkert að segja þeim fyrir í því efni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá fyrir sér langlífi nokkurrar ríkisstjórnar þar sem ráðherrar áskilja sér rétt til að sitja hjá í stórum málum. Hann efist þó um að þetta mál muni hafa miklar afleiðingar fyrir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Mér sýnist að þetta séu kannski fyrstu merki þess sem að mögulega við fáum að sjá á næstu vikum. Að menn vilja svona skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga, og það verður bara að koma í ljós hvernig það spilast frá viku til viku,“ segir Bjarni.
Alþingi Tengdar fréttir Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20 Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20
Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16