Viðskipti innlent

Ríkissjóður selur hlut sinn í Reitum fasteignafélagi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Guðjón Auðunsson er forstjóri Reita fasteignafélags.
Guðjón Auðunsson er forstjóri Reita fasteignafélags. Vísir/Daníel

Lindarhvoll ehf., fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, býður til sölu allan eignarhlut Ríkissjóðs í Reitum fasteignafélagi hf. Um er að ræða áður útgefna hluti í Reitum og nemur eignarhluturinn 6,38% alls hlutafjár í Reitum.



Markaðsviðskipti Landsbankans hf. hafa umsjón með sölu hlutanna samkvæmt samningi við Lindarhvol ehf. Salan fer fram í útboði sem er undanþegið útgáfu lýsingar.



Tilboðum skal skila á stöðluðu tilboðsformi sem fjárfestar geta nálgast á heimasíðu Landsbankans og geta fjárfestar skilað inn fleiri en einu tilboði. Lágmark hvers tilboðs er 200.000 hlutir í Reitum, en hver hlutur í Reitum er 1 kr. að nafnverði. Lágmarksgengi í útboðinu eru 83,30 krónur á hlut.



Útboðið verður með hollensku fyrirkomulagi, en það felur í sér að öll samþykkt tilboð bjóðast tilboðsgjöfum á sama gengi, þar sem lægsta samþykkta gengi ræður sölugengi.



Tilboðsfrestur rennur út klukkan 08:30 mánudaginn 22. ágúst 2016. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins á vefsíðu Landsbankans að útboði loknu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×