Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan.
Diaz labbaði af sviðinu á blaðamannafundinum rétt eftir að Conor mætti þangað of seint. Í kjölfarið varð allt vitlaust þar sem flöskum og dósum var kastað.
Conor fékk því aldrei tækifæri til þess að pirra eða ögra Diaz og það fór í taugarnar á honum.
Sjá einnig: Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz
Í nýjasta þættinum af Embedded má sjá viðbrögð Conor eftir fundinn. Hann vill fá að halda áfram að rífa kjaft og svo mæta Nate. Hann fær það ekki og það pirrar hann mikið. 1-0 fyrir Diaz þarna.
Í þættinum er einnig kíkt á opnu æfinguna sem var í gærkvöldi. Þá fékk Conor aðeins að tala og sagði öllum að fara til fjandans sem héldi með Diaz áður en hann kastaði hljóðnemanum upp í loftið.
Sjá má þáttinn hér að ofan.
Bardagakvöldið fer fram aðfararnótt sunnudags og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
