Viðskipti innlent

Röð myndaðist fyrir utan nýjan Dunkin' Donuts

Sæunn Gísladóttir skrifar
Röð hafði myndast fyrir utan bensínstöð Orkunnar á Fitjum í Reykjanesbæ eftir hádegi í dag þegar Dunkin´ Donuts og Ginger staðir voru opnaðir inni í 10-11 verslun sem staðsett er inni á stöðinni.

Þetta eru fyrstu Dunkin- og Gingerstaðirnir sem eru starfræktir fyrir utan höfuðborgarsvæðið og segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts, að íbúar á Suðurnesjum hafi tekið vel í opnunina.

„Við vorum búin að fá veður af því að margir biðu spenntir eftir þessu og sýndi það sig þegar við opnuðum í dag. Röð var fyrir utan staðinn klukkan 13.00 og það er búið að vera nóg að gera síðan þá,“ segir hann. Til stendur að opna fleiri staði á Suðurnesjum en á næstunni opna sömu staðir inni í verslun 10-11 í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×