Viðskipti innlent

Samkaup kaupir Þína verslun á Seljabraut

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Verslunin Samkaup strax við Bifröst er ein verslana Samkaupa hf.
Verslunin Samkaup strax við Bifröst er ein verslana Samkaupa hf. Fréttablaðið/Pjetur
Samkaup hf. hefur keypt verslunarrekstur Miðbúðarinnar ehf. Sá verslunarrekstur felst í rekstri dagvöruverslunarinnar Þín verslun við Seljabraut 54 í Breiðholti.

Þá hefur Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar séu um að samruni Samkaupa og Miðbúðarinnar hindri virka samkeppni og því sé ekki ástæða til að aðhafast vegna hans.

Samkaup rekur nú fimmtíu verslanir, meðal annars undir vörumerkjunum Nettó, Samkaup úrval, Samkaup strax og Krambúðin. Markaðshlutdeild Samkaupa á landsvísu er um fimmtán prósent en um fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu en markaðshlutdeild Miðbúðarinnar er innan við eitt prósent á höfuðborgarsvæðinu. 

Miðbúðin opnaði Þína verslun árið 1995 og hefur hún verið á Seljabraut allar götur síðan. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×