Jákvæð viðhorf gagnvart frumvarpinu Sæunn Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Næstu skref í losun fjármagnshafta voru kynnt á blaðamannafundi á þriðjudag. Fréttablaðið/Hanna Almenn ánægja virðist ríkja meðal greiningaraðila um nýtt frumvarp um losun fjármagnshafta. Þeir telja þetta jákvætt og tímabært skref, sem muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika. Ekki er óttast að verðbólga aukist en hins vegar gæti hægt á styrkingu krónunnar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær. Um er að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun hafta, höftum verður aflétt að mestu af almenningi og fyrirtækjum. Ekki var búið að dreifa frumvarpinu þegar rætt var við greiningaraðilana.Eykur áhuga erlendra fjárfesta Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur að með frumvarpinu verði samkeppnishæfni fyrirtækja landsins bætt og hún óttast ekki að þetta muni leiða til verulegs útflæðis fjármagns, ef eitthvað er megi velta fyrir sér hvort losun hafta muni auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. „Við fögnum því að það sé verið að taka þessi skref í átt að losun fjármagnshafta, enda að okkar mati löngu tímabært að þessi skref séu tekin. Þessi höft hafa verið hér of lengi. Þetta eru varfærin skref og ég get ekki séð að þetta fari að hafa veruleg áhrif á krónuna eða ógna efnahagslegum stöðugleika, einfaldlega vegna þess hvernig aðstæður eru hér heima samanborið við erlendis,“ segir hún. Ásdís telur frumvarpið jákvætt og að það skipti verulegu máli. „Ég býst við að lánshæfi ríkissjóðs muni batna við þetta. Þetta skiptir einnig máli upp á að fyrirtæki hafi betri möguleika á áhættudreifingu með fjárfestingu erlendis. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta erlendis og ég tel að við megum ekki slaka þar á en þegar svigrúm gefst veita þeim frekari heimildir til fjárfestingar erlendis. Það er veruleg áhætta fólgin í því ef allur okkar sparnaður er fjárfestur innanlands.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir stærra skref hafa verið tekið en hann bjóst við. „Innlendir markaðir og krónan ættu þó ekki að verða fyrir neinum verulegum skakkaföllum vegna þessa. Þetta er mjög jákvætt fyrir innlenda fjárfesta. Skrefin eru stigin á tíma sem er mjög hagfelldur. Okkar sýnist málið í heilt jákvætt.“ Tímabundnar sveiflurJón Bjarki sér fram á tímabundnar sveiflur bæði á innlendum verðbréfamörkuðum og hugsanlega á gjaldeyrismarkaði líka. „Þegar heimildirnar koma til framkvæmda verður líklega mikil ásókn í að nota þær á fyrstu vikum. En Seðlabankinn hefur mjög rúman gjaldeyrisforða og innlendir markaðir eru tiltölulega sterkir og kerfið er allt vel í stakk búið til að takast á við þessa breytingu. Þó að skammtímasveiflur verði, þá mun þetta allt draga úr langtímaáhrifum.“ Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir þetta við fyrstu sýn virðast vera skynsöm og varfærin skref. „Auðvitað er þetta mikilvægt mál fyrir hagkerfið í heild að við komumst hægt og örugglega út úr þessum höftum sem allra fyrst. Lykilatriði er að farið sé varlega í sakirnar til að ógna ekki stöðu gengisins og þar með stöðugleika og kaupmætti.“Gæti hægt á styrkingu krónuHrafn Steinarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með hinum greiningaraðilunum um að verið sé að taka varfærin skref í átt að losun hafta þegar kjöraðstæður eru til að stíga skrefin. „Við sjáum ekki endilega að það verði snörp veiking á gengi krónunnar, í fyrsta lagi er töluvert af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums og í öðru lagi er gjaldeyrisforði Seðlabankans sterkur og allar forsendur til að draga verulega úr gengissveiflum.“ Hvað verðbólguna varðar telur hann að það gæti hægt á styrkingu krónunnar og á endanum muni draga úr þeirri verðhjöðnun sem sést hefur á verðlagi innfluttra vara. „En við sjáum ekki að þetta muni skapa verðbólguþrýsting út af titringi á gjaldeyrismörkuðum, það er afar ólíklegt. Afleiðingin af þessu verður vonandi sú að lánshæfismat ríkisins verði hækkað.“ Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Almenn ánægja virðist ríkja meðal greiningaraðila um nýtt frumvarp um losun fjármagnshafta. Þeir telja þetta jákvætt og tímabært skref, sem muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika. Ekki er óttast að verðbólga aukist en hins vegar gæti hægt á styrkingu krónunnar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær. Um er að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun hafta, höftum verður aflétt að mestu af almenningi og fyrirtækjum. Ekki var búið að dreifa frumvarpinu þegar rætt var við greiningaraðilana.Eykur áhuga erlendra fjárfesta Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur að með frumvarpinu verði samkeppnishæfni fyrirtækja landsins bætt og hún óttast ekki að þetta muni leiða til verulegs útflæðis fjármagns, ef eitthvað er megi velta fyrir sér hvort losun hafta muni auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. „Við fögnum því að það sé verið að taka þessi skref í átt að losun fjármagnshafta, enda að okkar mati löngu tímabært að þessi skref séu tekin. Þessi höft hafa verið hér of lengi. Þetta eru varfærin skref og ég get ekki séð að þetta fari að hafa veruleg áhrif á krónuna eða ógna efnahagslegum stöðugleika, einfaldlega vegna þess hvernig aðstæður eru hér heima samanborið við erlendis,“ segir hún. Ásdís telur frumvarpið jákvætt og að það skipti verulegu máli. „Ég býst við að lánshæfi ríkissjóðs muni batna við þetta. Þetta skiptir einnig máli upp á að fyrirtæki hafi betri möguleika á áhættudreifingu með fjárfestingu erlendis. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta erlendis og ég tel að við megum ekki slaka þar á en þegar svigrúm gefst veita þeim frekari heimildir til fjárfestingar erlendis. Það er veruleg áhætta fólgin í því ef allur okkar sparnaður er fjárfestur innanlands.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir stærra skref hafa verið tekið en hann bjóst við. „Innlendir markaðir og krónan ættu þó ekki að verða fyrir neinum verulegum skakkaföllum vegna þessa. Þetta er mjög jákvætt fyrir innlenda fjárfesta. Skrefin eru stigin á tíma sem er mjög hagfelldur. Okkar sýnist málið í heilt jákvætt.“ Tímabundnar sveiflurJón Bjarki sér fram á tímabundnar sveiflur bæði á innlendum verðbréfamörkuðum og hugsanlega á gjaldeyrismarkaði líka. „Þegar heimildirnar koma til framkvæmda verður líklega mikil ásókn í að nota þær á fyrstu vikum. En Seðlabankinn hefur mjög rúman gjaldeyrisforða og innlendir markaðir eru tiltölulega sterkir og kerfið er allt vel í stakk búið til að takast á við þessa breytingu. Þó að skammtímasveiflur verði, þá mun þetta allt draga úr langtímaáhrifum.“ Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir þetta við fyrstu sýn virðast vera skynsöm og varfærin skref. „Auðvitað er þetta mikilvægt mál fyrir hagkerfið í heild að við komumst hægt og örugglega út úr þessum höftum sem allra fyrst. Lykilatriði er að farið sé varlega í sakirnar til að ógna ekki stöðu gengisins og þar með stöðugleika og kaupmætti.“Gæti hægt á styrkingu krónuHrafn Steinarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með hinum greiningaraðilunum um að verið sé að taka varfærin skref í átt að losun hafta þegar kjöraðstæður eru til að stíga skrefin. „Við sjáum ekki endilega að það verði snörp veiking á gengi krónunnar, í fyrsta lagi er töluvert af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums og í öðru lagi er gjaldeyrisforði Seðlabankans sterkur og allar forsendur til að draga verulega úr gengissveiflum.“ Hvað verðbólguna varðar telur hann að það gæti hægt á styrkingu krónunnar og á endanum muni draga úr þeirri verðhjöðnun sem sést hefur á verðlagi innfluttra vara. „En við sjáum ekki að þetta muni skapa verðbólguþrýsting út af titringi á gjaldeyrismörkuðum, það er afar ólíklegt. Afleiðingin af þessu verður vonandi sú að lánshæfismat ríkisins verði hækkað.“
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira