Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2016 16:53 Frá aðgerðum lögreglu við Krónuna í Kórahverfinu þar sem bíllinn fannst með barnið innanborðs. Vísir/Egill Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt. Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Sjá meira
Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. Faðirinn hafði skroppið inn á leikskóla í Salahverfinu í Kópavogi þar sem eldri sonur er í dagvistun en sá tveggja ára hafði verið í aðlögun á sama leikskóla fyrr um daginn.„Þú vilt ekki lenda í þessu,“ segir faðirinn sem heitir Magnús og býr í Kópavoginum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segist hafa stöðvað bílinn fyrir utan leikskólann og drepið á bílnum. Lyklana hafi hann skilið eftir í bílnum enda aðeins ætlað að skjótast inn á leikskólann að sækja peyjann.„Þetta var kæruleysi, ég var værukær,“ segir Magnús en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt aftur á höfuðborgarsvæðið eftir búsetu í Vestmannaeyjum.„Maður er að koma aftur í bæinn úr rólegu umhverfi þar sem maður gat leyft sér ýmislegt. Maður dregur lærdóm af þessu.“Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.isHringdi um leið í lögreglu Hann telur á bilinu fimm til átta mínútur hafa liðið sem hann var á leikskólanum. Sá stutti hafi verið vakandi þegar hann skrapp inn. „Ég fór inn, sæki peyjann. Hann klárar fransbrauðið og fer í skóna. Við komum út og þá er enginn bíll,“ segir faðirinn. Hann hafi í fyrstu velt fyrir sér hvort hann hafi lagt bílnum annars staðar en svo hringt um leið í lögregluna.„Ég hringdi og tilkynnti þeim bílþjófnað og mannrán í leiðinni.“Lögregla lýsti eftir bílnum klukkan 15:18 og var málið komið í alla helstu miðla skömmu síðar. Fjölmennt lið lögreglu hóf leit og þyrla landhelgisgæslunnar var send af stað til aðstoðar. Svo fór að kennari á leikskólanum fann bílinn við Krónuna í Kórahverfinu.„Hún sagði við mig þegar hún frétti þetta að líklega væri þetta einhver ógæfumaður á leiðinni í búðina,“ segir Magnús. Sem reyndist raunin en um góðkunningja lögreglunnar á þrítugsaldri er að ræða. Hann var í annarlegu ástandi og verður líklega ekki yfirheyrður fyrr en á morgun.Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út til að aðstoða við leitina.VísirTelur pabba sinn hafa ekið bílnumMagnús þakkar lögreglu, starfsfólki leikskólans og öllum sem komu til aðstoðar á einn eða annan hátt kærlega fyrir veitta aðstoð. Strákurinn er hinn hressasti.„Hann var vakandi þegar við stigum út úr bílnum,“ segir Magnús. „Þegar hann var spurður að því hver keyrði hann að Krónunni sagði hann pabbi.“Drengnum virðist því ekki munu verða meint af lífsreynslunni segir faðirinn sem var kominn heim til sín og mátti heyra hlátrasköll í bakgrunni þegar blaðamaður ræddi við hann í síma. Nóg að gera hjá fjölskyldunni.„Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin.“Maðurinn sem rændi bílnum og barninu um leið hefur verið handtekinn. Hann tengist fjölskyldu barnsins ekki á nokkurn hátt.
Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Sjá meira
Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39
Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33