Innlent

Bifreið með barni stolið í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bíl sem stolið var klukkan 15:18 í Salahverfi í Kópavogi í dag fannst um klukkan 15:45 í Kórahverfi sem er skammt frá Salahverfi. 

Barn var í bílnum þegar honum var stolið og er það heilt á húfi og komið til móður sinnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið en búið er að handtaka manninn.

Ekki er vitað hvers vegna bílnum var stolið og vildi lögreglan ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×