Framleiðni á Íslandi enn léleg eftir fjögur ár Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. ágúst 2016 16:45 Ráðgjafafyritækið McKinsey gaf út skýrslu um vaxtamöguleika Íslands árið 2012. Í skýrslunni kom meðal annars fram að framleiðni á Íslandi væri langtum minni en á nágrannalöndnum eða 20 prósentustigum lægri auk þess sem Ísland hafði glímt við viðvarandi viðskiptahalla. Skýrsluhöfunda lögðu þá til stefnu um að auka framleiðni í innlendri þjónustu og hvernig mætti beina vinnuafli í meira mæli í alþjóðageirann, þar sem vaxtatækifæri eru meiri. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar skýrslunnar uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar.Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ÍslandsFrosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að vel hafi gegnið að innleiða suma þætti skýrslunnar, annað hafi ekki gengið jafn vel eftir. „Það má segja að það séu svona lúsar og mínusar,“ segir Frosti. „Ef ég dreg saman meginskilaboð skýrslunnar bentu þeir á lága framleiðni á Íslandi samanborðið við nágrannaþjóðir og bentu á mikilvægi þess að vöxtur næstu ára verði drifinn áfram af útflutningi einkum innan þess sem kallast alþjóðageirinn sem er sá útflutningur sem er ekki bundinn við náttúruauðlyndir á Íslandi. Það má segja að það hafi gengið eftir að byggja upp útflutning hérna heima þó að samsetningin sé ögn öðruvísi en mælt er með í skýrslu McKinsey,“ segir hann. Þá segir Frosti framleiðni á Íslandi enn vera of lága. „Það er afar brýnt að bæta þar úr ef við ætlum að bæta hér lífskjörin til lengri tíma. Sá flokkur sem hefur síst gengið áfram með tillögurnar er auðlindageirinn. Það kemur kannsi ekki á óvart þar sem illa hefur gengið að halda umræðunni einbeittri og málefnalegri. Og það er afar brýnt þar sem að auðlindageirinn stendur undir þremur fjórða útflutnings og huga þarf að auknum virðisauka þar til að mynda innan ferðaþjónustunnar,“ segir Frosti. Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Ráðgjafafyritækið McKinsey gaf út skýrslu um vaxtamöguleika Íslands árið 2012. Í skýrslunni kom meðal annars fram að framleiðni á Íslandi væri langtum minni en á nágrannalöndnum eða 20 prósentustigum lægri auk þess sem Ísland hafði glímt við viðvarandi viðskiptahalla. Skýrsluhöfunda lögðu þá til stefnu um að auka framleiðni í innlendri þjónustu og hvernig mætti beina vinnuafli í meira mæli í alþjóðageirann, þar sem vaxtatækifæri eru meiri. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar skýrslunnar uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar.Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ÍslandsFrosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að vel hafi gegnið að innleiða suma þætti skýrslunnar, annað hafi ekki gengið jafn vel eftir. „Það má segja að það séu svona lúsar og mínusar,“ segir Frosti. „Ef ég dreg saman meginskilaboð skýrslunnar bentu þeir á lága framleiðni á Íslandi samanborðið við nágrannaþjóðir og bentu á mikilvægi þess að vöxtur næstu ára verði drifinn áfram af útflutningi einkum innan þess sem kallast alþjóðageirinn sem er sá útflutningur sem er ekki bundinn við náttúruauðlyndir á Íslandi. Það má segja að það hafi gengið eftir að byggja upp útflutning hérna heima þó að samsetningin sé ögn öðruvísi en mælt er með í skýrslu McKinsey,“ segir hann. Þá segir Frosti framleiðni á Íslandi enn vera of lága. „Það er afar brýnt að bæta þar úr ef við ætlum að bæta hér lífskjörin til lengri tíma. Sá flokkur sem hefur síst gengið áfram með tillögurnar er auðlindageirinn. Það kemur kannsi ekki á óvart þar sem illa hefur gengið að halda umræðunni einbeittri og málefnalegri. Og það er afar brýnt þar sem að auðlindageirinn stendur undir þremur fjórða útflutnings og huga þarf að auknum virðisauka þar til að mynda innan ferðaþjónustunnar,“ segir Frosti.
Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira