Viðskipti innlent

Framleiðni á Íslandi enn léleg eftir fjögur ár

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ráðgjafafyritækið McKinsey gaf út skýrslu um vaxtamöguleika Íslands árið 2012. Í skýrslunni kom meðal annars fram að framleiðni á Íslandi væri langtum minni en á nágrannalöndnum eða 20 prósentustigum lægri auk þess sem Ísland hafði glímt við viðvarandi viðskiptahalla.

Skýrsluhöfunda lögðu þá til stefnu um að auka framleiðni í innlendri þjónustu og hvernig mætti beina vinnuafli í meira mæli í alþjóðageirann, þar sem vaxtatækifæri eru meiri.

Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar skýrslunnar uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar.

Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að vel hafi gegnið að innleiða suma þætti skýrslunnar, annað hafi ekki gengið jafn vel eftir.

„Það má segja að það séu svona lúsar og mínusar,“ segir Frosti. „Ef ég dreg saman meginskilaboð skýrslunnar bentu þeir á lága framleiðni á Íslandi samanborðið við nágrannaþjóðir og bentu á mikilvægi þess að vöxtur næstu ára verði drifinn áfram af útflutningi einkum innan þess sem kallast alþjóðageirinn sem er sá útflutningur sem er ekki bundinn við náttúruauðlyndir á Íslandi. Það má segja að það hafi gengið eftir að byggja upp útflutning hérna heima þó að samsetningin sé ögn öðruvísi en mælt er með í skýrslu McKinsey,“ segir hann.

Þá segir Frosti framleiðni á Íslandi enn vera of lága.

„Það er afar brýnt að bæta þar úr ef við ætlum að bæta hér lífskjörin til lengri tíma. Sá flokkur sem hefur síst gengið áfram með tillögurnar er auðlindageirinn. Það kemur kannsi ekki á óvart þar sem illa hefur gengið að halda umræðunni einbeittri og málefnalegri. Og það er afar brýnt þar sem að auðlindageirinn stendur undir þremur fjórða útflutnings og huga þarf að auknum virðisauka þar til að mynda innan ferðaþjónustunnar,“ segir Frosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×