Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Vivio: „Boltaleikni er nýjasta æðið hjá yngri flokkunum“

Atli Ísleifsson skrifar
Einar segir að krakkar í yngri flokkum hafi verið duglegir að birta boltaleiknimyndbönd – að halda bolta á lofti, taka erfið skot og fleira – og setja inn í appið.
Einar segir að krakkar í yngri flokkum hafi verið duglegir að birta boltaleiknimyndbönd – að halda bolta á lofti, taka erfið skot og fleira – og setja inn í appið.
„Boltaleikni er nýjasta æðið hjá yngri flokkunum og appið gerir fólki kleift að halda utan um myndbönd af þessu öllu saman,“  segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Vivio.

Vivio er nýr afþreyingar- og samfélagsmiðill fyrir íslenska fótboltann sem heldur utan um myndefni sem almennir félagsmenn og aðilar á vegum knattspyrnufélaganna gera af starfinu, upptökur leikja, félagsstarf, beinar útsendingar og stutt myndskeið.

Einar segir að krakkar í yngri flokkum hafi verið duglegir að birta boltaleiknimyndbönd – að halda bolta á lofti, taka erfið skot og fleira – og setja inn í appið. „Þetta fór í loftið á Rey Cup fyrir þremur vikum og nú streyma inn krakkarnir. Það eru oft að koma fimmtíu nýir notendur á dag. Þetta hefur farið mjög vel af stað og það eru örugglega komin einhver hundruð myndbanda.“

Einar Sigvaldason.
Einar segir að landsliðskonurnar Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir hafi verið að halda utan um þetta og vinna með Vivio í sumar við að reyna að efla áhuga á fótbolta hjá þeim yngri.

Hann segir að í appinu séu myndböndin opin öllum en maður hlaði þau inn undir sínu „brandi“, það er knattspyrnufélagi. „Svo er hægt að fylgjast með þeim sem eru næst þér, það er kannski þeim sem eru með þér í flokki eða í sama félagi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×