Viðskipti innlent

WOW air flýgur til Arlanda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
WOW air flýgur til Arlanda-flugvallar frá og með 18. nóvember næstkomandi.
WOW air flýgur til Arlanda-flugvallar frá og með 18. nóvember næstkomandi. Vísir/vilhelm
Frá og með 18. nóvember næstkomandi verður áætlunarleið WOW air til Svíþjóðar breytt þannig að lent verði á Arlanda-flugvelli í stað Västerås-flugvallar. WOW air hóf áætlunarflug til Västerås-flugvallar í maí síðastliðnum en flugvöllum er í um 100 kílómetra fjarlægð frá Stokkhólmi.

Sala á flugum til Arlanda hefst í dag. Verður áfram boðið upp á flug fjórum sinnum í viku, á sunnudögum, mánudögum, miðvikudögum og föstudögum að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW air.

„Það er ánægjulegt að bjóða nú flug til Arlanda flugvallar en með því opnast möguleikar fyrir farþega okkar að fljúga áfram til Asíu og Mið-Austurlanda en fjöldinn allur af flugfélögum bjóða upp á flug þangað frá Arlanda flugvelli. Við höfum fengið frábærar móttökur frá farþegum okkar síðan við hófum flug til Svíðþjóðar og vonum að með þessari breytingu getum við þjónað farþegum okkar enn frekar,“ er haft eftir Skúla Mogensen forstjóra og stofnanda WOW air í tilkynningu flugfélagsins.


Tengdar fréttir

28 tíma seinkun á flugi WOW til Dublin

Bilun kom upp í leiguflugvél. Farþegar biðu í sex tíma í Keflavík áður en þeim var tjáð að töfin yrði lengri en gert var ráð fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×