Viðskipti innlent

Tíu borgir takmarka bílaumferð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Bílar verða bannaðir í miðborg Óslóar 2019.
Bílar verða bannaðir í miðborg Óslóar 2019. Fréttablaðið/Nordic Photos
Frumvarp er í þróun í Noregi um að banna bensínbíla í landinu fyrir árið 2025. Árið 2015 tilkynntu yfirvöld í Ósló að allir bílar yrðu bannaðir í miðborginni fyrir árið 2019.

Ósló er ein af tíu borgum þar sem bílar verða bannaðir að einhverju leyti á næstu árum, samkvæmt úttekt Business Insider. Aðrar borgir sem eru með slíkar áætlanir eru meðal annars París, London og Brussel.

Í Madríd á Spáni verða bílar bannaðir í ákveðnum radíus í kringum miðborgina fyrir árið 2020, með þessu verður dregið verulega úr bílaumferð á svæðinu. Tuttugu og fjórar götur í borginni verða endurhannaðar til þæginda fyrir gangandi vegfarendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×