Viðskipti innlent

Norðursigling til Noregs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsvarsmenn Norðursiglingar freista þess að ná betri nýtingu á skipum sínum með því að hefja starfsemi utan íslenskrar lögsögu.
Forsvarsmenn Norðursiglingar freista þess að ná betri nýtingu á skipum sínum með því að hefja starfsemi utan íslenskrar lögsögu.
Norðursigling hefur ákveðið að stofna dótturfélag í Noregi og hefja siglingar þar í nóvember. Viðskiptavinum verður boðið í norðurljósaferðir.

„Við munum gera út frá Tromsö og vera með rafskútuna Ópal þar. Hvalaskoðunartímabilið er í nóvember, desember og janúar – hugsanlega eitthvað fram í febrúar. Samhliða því verður farið í norðurljósaferðir,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri.

Guðbjartur segir að Norðursigling hafi mjög fá verkefni fyrir hluta af bátunum yfir vetrarmánuðina. Því sé leitað leiða til þess að lengja tímabilið og finna bátunum verkefni við hæfi. Reksturinn í Noregi sé ein leið til þess.

„Við erum með á dagskrá í það minnsta einn bát og eigum eftir að taka ákvörðun um það hvort við tökum síðan fleiri báta,“ segir Guðbjartur. Í Noregi séu frábær skíðasvæði og fyrirtækið hafi verið með skíðaferðir á Eyjafjarðarsvæðinu og í Jökulfjörðum um nokkurt skeið. „Og við munum gera bátana út í hefðbundnar skíðaferðir í einhverja daga í senn á þessu svæði,“ segir Guðbjartur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×