Viðskipti innlent

Útboð Ríkiskaupa stórhækkar raforkuverð

Sveinn Arnarson skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. vísir/vilhelm
Nýr rammasamningur Ríkiskaupa um raforku hækkar verð sem menntastofnanir greiða fyrir rafmagn um allt að tuttugu prósent.

Raforka er í dag af skornum skammti og nýir samningar munu því hafa í för með sér mun hærra verð á rafmagni. 28 menntastofnanir fóru í sameiginlegt útboð á raforkukaupum í gegnum Ríkiskaup og vildu margir hverjir í krafti fjöldans og stærðar útboðsins reyna að fá lægra verð fyrir rafmagn en þeir eru þegar að nota.

Nýr rammasamningur tók gildi 1. júní síðastliðinn. Háskólar og menntaskólar landsins voru inni í þessu útboði og hækkar rafmagnsreikningurinn hjá hverjum og einum þeirra misjafnlega mikið, eftir því hvaða afslætti þeir voru með áður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að rafmagnsreikningur Háskóla Íslands hækki um allt að 12 milljónir króna. Laufey Sigurðardóttir, rekstrarstjóri fasteigna Háskólans, segir það hafa verið vitað að verð myndi hækka í nýjum samningum þar sem fyrrverandi orkusalinn þeirra hafi ekki viljað framlengja samning sinn við HÍ. „Við þurftum því að fara inn í útboð með öllum menntastofnunum og reikningurinn mun því hækka hjá okkur,“ segir Laufey.

Örútboð Ríkiskaupa eru til þess fallin að fá sem best verð fyrir vörur sem hið opinbera þarfnast. Hins vegar er raforka ekki eins og önnur vara að því leyti að hún er ódýrari á sumrin og á nóttunni. HÍ nýtir vel raforku sem hann kaupir á meðan menntaskólar nýta orkuna í 9 mánuði á ári og eru þannig ekki nægjanlega góðir viðskiptavinir fyrir orkufyrirtækin. Því mun útboðið gera hið öfuga; hækka reikninga hins opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×