Viðskipti innlent

Bein útsending: Kynna næstu skref í losun fjármagnshafta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ásamt seðlabankastjóranum Má Guðmundssyni munu í dag kynna efni frumvarps um breytingar á lögum um gjaldeyrismál.

Fundurinn fer fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Arnarhvoli, og hefst bein útsending hér á Vísi um klukkan 17:30.

Afnám gjaldeyrishafta hefur verið lengi á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar og er eitt þeirra stóru mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn áður en gengið er til kosninga. Annað frumvarp tengt afnámi gjaldeyrishafta var samþykkt á Alþingi þann 2. júní síðastliðinn. 

Útsendingu Vísis frá fundinum má sjá í spilaranum sem birtist hér að ofan en útsending hefst sem fyrr segir um klukkan 17:30.


Tengdar fréttir

Ekki undanþága vegna sparnaðar í útlöndum

Lög og reglur um gjaldeyrishöft heimila ekki einstaklingum að flytja fé af innlendum bankareikningi á sparnaðarreikning í útlöndum. Ekki liggja fyrir gögn um hvernig greiðslum var háttað í eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar.

Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi

Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×