Erlent

Vill sjá konu í embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna

Atli Ísleifsson skrifar
Ban Ki-moon hefur gegnt embættinu í tæp tíu ár.
Ban Ki-moon hefur gegnt embættinu í tæp tíu ár. Vísir/AFP
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að hann vilji að kona taki við starfi aðalritara þegar hann lætur af störfum í árslok.

Ban segir að tími sé kominn til að kona gegni æsta embættinu innan Sameinuðu þjóðanna, en til þessa hafa átta karlmenn gegnt því í rúmlega sjötíu ára sögu stofnunarinnar.

Af þeim ellefu sem koma til greina sem eftirmaður Ban, eru fimm konur. Í viðtali við AP tiltók Ban ekki hverja nákvæmlega hann myndi vilja sjá sem eftirmann sinn.

Þau fimmtán aðildarríki sem eiga sæti í öryggisráðinu þurfa að samþykkja aðalritarann sem er svo kjörinn af fulltrúum þeirra 193 aðildarríkja sem sæti eiga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Reiknað er með að eftirmaður Ban verði kjörinn í haust.

Þau ellefu sem til greina koma eru:

Irina Bokova frá Búlgaríu

Helen Clark frá Nýja-Sjálandi

Christina Figueres frá Kosta Ríka

Natalia Gherman frá Moldóvu

Antonio Guterres frá Portúgal

Vuk Jeremic frá Serbíu

Srgjan Kerim frá Makedóníu

Miroslav Lajcak frá Slóvakíu

Igor Luksic frá Svartfjallalandi

Susana Malcorra frá Argentínu

Danilo Turk frá Slóveníu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×