Arnar: Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki fengið þrjú stig Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 21:16 Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks. Arnar Grétarsson þjálfari Blika var ánægður með stigin þrjú gegn Þrótti í kvöld og sagði sína menn hafa verið betra liðið allan leikinn. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það var eitt lið á vellinum frá upphafi til enda en það sem ég er kannski óánægður með er kæruleysi uppvið markið. Við erum ekki að fá dauðafæri heldur færi sem á ekki að vera hægt að klúðra,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í leikslok. „Staðan 2-0 er alltaf hættuleg. Þú getur fengið á þig aukaspyrnu eða hornspyrnu þar sem kemur inn mark og þá er þetta orðið leikur. Í staðinn fyrir að stúta leiknum 3-0 og geta þá verið rólegri og jafnvel bætt við fleiri mörkum. En heilt yfir er ég mjög sáttur. Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum allan tímann og sköpuðum aragrúa af færum. Ég hefði viljað skora fleiri mörk,“ bætti Arnar við. Sum þeirra færa sem Blikar nýttu ekki í kvöld voru afar góð og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað. „Það er hárrétt. Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki farið með þrjú stig héðan. Við komumst upp með það núna en þetta hefur kostað okkur stig í sumar. Við höfum verið að ráða ferðinni en klúðrað dauðafærum. Í dag voru yfirburðirnir það miklir að þeir ógnuðu okkur lítið, fyrir utan eitt færi var þetta nánast einstefna,“ sagði Arnar. Með sigrinum halda Blikar sig í nánd við toppinn og eru fimm stigum frá FH. Arnar fór rólega í allt tal um titilbaráttu. „Næsti leikur er gegn KR. Það verður erfitt í Vesturbænum og þangað þurfum við að sækja þrjú stig. Markmiðið er allavega að vera í efstu þremur og við erum enn í þeirri baráttu. Það er mikið af innbyrðis viðureignum eftir og við þurfum að sjá hvað gerist. FH er með góða forystu eins og staðan er í dag,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Arnar Grétarsson þjálfari Blika var ánægður með stigin þrjú gegn Þrótti í kvöld og sagði sína menn hafa verið betra liðið allan leikinn. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það var eitt lið á vellinum frá upphafi til enda en það sem ég er kannski óánægður með er kæruleysi uppvið markið. Við erum ekki að fá dauðafæri heldur færi sem á ekki að vera hægt að klúðra,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í leikslok. „Staðan 2-0 er alltaf hættuleg. Þú getur fengið á þig aukaspyrnu eða hornspyrnu þar sem kemur inn mark og þá er þetta orðið leikur. Í staðinn fyrir að stúta leiknum 3-0 og geta þá verið rólegri og jafnvel bætt við fleiri mörkum. En heilt yfir er ég mjög sáttur. Við spiluðum mjög vel, héldum boltanum allan tímann og sköpuðum aragrúa af færum. Ég hefði viljað skora fleiri mörk,“ bætti Arnar við. Sum þeirra færa sem Blikar nýttu ekki í kvöld voru afar góð og í raun ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað. „Það er hárrétt. Sumir hefðu fengið það óþvegið hefðum við ekki farið með þrjú stig héðan. Við komumst upp með það núna en þetta hefur kostað okkur stig í sumar. Við höfum verið að ráða ferðinni en klúðrað dauðafærum. Í dag voru yfirburðirnir það miklir að þeir ógnuðu okkur lítið, fyrir utan eitt færi var þetta nánast einstefna,“ sagði Arnar. Með sigrinum halda Blikar sig í nánd við toppinn og eru fimm stigum frá FH. Arnar fór rólega í allt tal um titilbaráttu. „Næsti leikur er gegn KR. Það verður erfitt í Vesturbænum og þangað þurfum við að sækja þrjú stig. Markmiðið er allavega að vera í efstu þremur og við erum enn í þeirri baráttu. Það er mikið af innbyrðis viðureignum eftir og við þurfum að sjá hvað gerist. FH er með góða forystu eins og staðan er í dag,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira