Viðskipti innlent

Jóhannes leysir Ara af

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra, mun leysa Ara Guðjónsson, aðstoðaryfirlögfræðing Icelandair Group, af frá fyrsta nóvember fram til lok maí á næsta ári.

Ari Guðjónsson er á leið í LL. M. nám við Columbia háskóla í New York þangað til í lok maí 2017. Hann hefur starfað fyrir Icelandair Group frá því í febrúar 2010.

Jóhannes Stefánsson hefur starfað sem aðstoðarmaður Illuga frá því síðasta haust. Hann er héraðsdómslögmaður og er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, en hann stundaði einnig skiptinám við Kaupmannahafnarháskóla. Hann útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands.

Illugi Gunnarsson tilkynnti í síðustu viku að hann mun hætta á þingi eftir næstu kosningar. 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×