Lífið

Michael Jordan gladdi einhverfan aðdáanda sinn með gjöfum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jordan á fjölmarga aðdáendur.
Jordan á fjölmarga aðdáendur. Vísir/Getty
Michael Jordan hafði samband við einhverfan aðdáanda sinn á dögunum eftir að aðdáandinn vakti gífurlega athygli fyrir að klæðast búningi hetjunnar sinnar í körfuboltaleik áhugamanna.

Myndbandið má sjá hér að neðan en maðurinn heitir Jeffrey Harrison og hefur verið aðdáandi Jordan síðan hann var fjögurra ára gamall.

Eftir að myndbandið birtist á netinu fjallaði fréttastöðin KREM2 um Harrison. Hann hefur ekki alltaf fengið vinsamlegar móttökur þegar hann mætir í gamla Jordan búningnum sínum, fólk hefur gert að honum gys og sagt hann vera „wannabe“ eða reyna of mikið. 

Jordan frétti af Harrison og hringdi í hann á föstudaginn síðastliðinn. Hann sendi honum tvo kassa af búningum og með þeim fylgdi bréf. 

Jordan langaði til þess að gleðja aðdáanda sinn og það má segja að það hafi heldur betur tekist.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×