Fyrir mistök á prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins: „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 13:08 Magnús Lyngdal Magnússon er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð. „Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Ég hefði endað á Alþingi án þess að vita af því,“ segir Magnús Lyngdal Magnússon aðstoðarmaður Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands en nafn hans var á lista sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér í gær yfir þá sem taka þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Magnús Lyngdal er nefnilega ekki í framboði í prófkjörinu heldur laganeminn Magnús Heimir Jónasson. „Ég fékk bara þá skýringu að þetta hafi verið einhver fljótfærni og að menn hafi farið mannavillt,“ segir Magnús. Hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur oft verið orðaður við framboð, meðal annars nú, en segist aldrei hafa ætlað í framboð í haust. Magnús segir aðspurður að málið hafi ekki valdið sér neinum óþægindum þó svo að síminn hafi ekki þagnað hjá honum í gær eftir að fréttatilkynning flokksins hafði verið send út. „Ég var búinn að segja mínum nánasta vinahópi að ég ætlaði ekki í framboð. Svo dúkkar nafnið mitt þarna upp og fólk hélt að ég væri orðinn eitthvað vitlaus.“Skjáskot af fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins sem send var út í gær.Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að um „heiðarleg mistök“ hafi verið að ræða. „Það var óvart farið mannavillt og einhvern veginn gerðist það hjá þeim sem taka á móti framboðum,“ segir Gísli Kr. Björnsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðspurður hvort um sé að ræða einhverja óskhyggju hjá flokknum að vilja fá Magnús Lyngdal í framboð segir Gísli: „Auðvitað viljum við alltaf fá góða menn í framboð en þessi listi er í framboði núna. Okkur finnst að sjálfsögðu mjög góður en þessi ruglingur bara gerðist.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40