Eygló Ósk: Mjög erfitt en líka ótrúlega gaman Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 13. ágúst 2016 01:43 Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið í nótt. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð áttunda í 200 metra baksundi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta er næstbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög erfitt sund en þetta var líka ótrúlega gaman. Það er ekki hægt að lýsa því að vera partur af úrslitum á Ólympíuleikum. Þetta gerir mig hungraða í meira," sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir eftir úrslitasundið. „Sundið gekk ágætlega til að byrja með en ég fann það þegar það voru 50 metrar eftir að ég var mjög þreytt. Ég var eiginlega að ströggla að komast í bakkann en svona er það þegar maður syndir þetta þrisvar," sagði Eygló. „Ég skildi ekkert eftir í lauginni og ég kom í bakkann dauðþreytt. Ég veit það að ég gaf allt mitt í þetta og það er ekki dropi af orku eftir," sagði Eygló sem þurfti að hafa virkilega fyrir því að standa í viðtalsherberginu. Hún gaf allt í þetta úrslitasund. „Það er eiginlega bara vont að standa hérna," sagði Eygló Ósk hlæjandi. „Ég hef eiginlega engin orð yfir þetta. Þetta eru búnir að vera svo æðislegir leikar og þetta er búið að vera svo frábært. Þegar draumar manns loksins rætast og þetta kemur allt saman. Þetta er ástæðan fyrir því að maður æfir sund og ástæðan fyrir því að ég fer á æfingar á hverjum degi og legg allt mitt í æfingarnar," sagði Eygló Ósk. „Það er fyrir þetta augnablik. Þetta var svo gaman," sagði Eygló. Kom henni á óvart að hin bandaríska Maya DiRado hafi tekið gullið á undan Katinku Hosszú frá Ungverjalandi? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég kom í bakkann og sá að hún hefði unnið. Ég hélt fyrir sundið að Katinka Hosszú væri pottþétt að fara að vinna," sagðu Eygló. „Ég hélt að það yrði engin keppni þannig að þetta er glæsilegt fyrir hana. Ég held meira að segja að hún sé að fara að hætta eftir þessa Ólympíuleika og því glæsilegt fyrir hana að enda þetta svona," sagði Eygló.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00 Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10 Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26 Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45 Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Lét hinar halda að þær þyrftu ekki að hræðast mig Það var rosalega gaman að hitta á sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur eftir undanúrslitin í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrrinótt því þessi 21 árs gamli Ægiringur gat örugglega ekki verið glaðari þegar hún hitti undirritaðan. 13. ágúst 2016 06:00
Eygló Ósk í úrslit: Ég er næstum því að fara gráta Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með sig eftir undanúrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hún náði sjöunda besta tímanum, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit. Stórkostleg frammistaða. 12. ágúst 2016 02:10
Eygló Ósk beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskra krakka eftir sundið magnaða í nótt Ísland á tvær sundkonur í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta varð ljóst eftir að Eygló Ósk Gústafsdóttir synti sig inn í úrslit í 200 metra baksundi í nótt. 12. ágúst 2016 02:26
Eygló Ósk setti glæsilegt Íslandsmet og komst í úrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir er komin í úrslitasundið í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó en hún náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitunum í nótt. 12. ágúst 2016 01:45
Eygló varð áttunda í úrslitunum | Myndir Byrjaði frábærlega en gaf eftir á síðustu 50 metrunum í 200 m baksundi á ÓL í Ríó. 13. ágúst 2016 01:30