Erlent

Lífstíðardómur yfir Brendan Dassey felldur úr gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Steven Avery og Brendan Dassey.
Steven Avery og Brendan Dassey. Vísir/Getty
Dómstóll í Milwaukee í Bandaríkjunum hefur fellt úr gildi lífstíðardóm yfir Brendan Dassey sem dæmdur var fyrir morðið á Teresa Halbach, 25 ára ljósmyndara, árið 2005.

Í frétt NBC segir að möguleiki sé á að Dassey verði sleppt eftir þrjá mánuði, ákveði saksóknarar að áfrýja ekki dómnum.

Mál Dassey hefur vakið gríðarlega athygli eftir sýningu þáttaraðarinnar vinsælu Making a Murderer. Þar var mál Dassey og frænda hans, Steven Avery, tekið fyrir en þeir voru báðir dæmdir í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn.

Dassey var sextán ára þegar Halbach var myrt. Þættirnir voru frumsýndir á Netflix í desember síðastliðnum og hafa vakið heimsathygli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×