Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2016 15:56 Ari Edwald forstjóri MS. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, hafnar fullyrðingum Hálfdánar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, þess efnis að MS geti gert út af við Örnu með því að hefja framleiðslu á laktósafríum vörum. Segir Ari að, þvert á móti, hafi MS gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forstjóra MS þar sem hann svarar fullyrðingum Hálfdánar sem var í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í vikunni. Þar sagði Hálfdán að MS gæti undirboðið Örnu og þar með „drepið okkur á nokkrum vikum,“ líkt og hann komst að orði í viðtalinu.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkurÍ yfirlýsingu Ari segir að MS hafi hafni þessum fullyrðingum alfarið og að MS fagni nýjum framleiðendum í mjólkuriðnaði. „Sú gróska sem á sér stað í greininni er mikið gleðiefni og sem stærsti aðilinn á markaðnum höfum við hjá MS einmitt gætt þess að gefa nýjum framleiðendum svigrúm þegar komið er fram með nýjar vörur og vöruflokka með því að fara ekki sjálf inn á viðkomandi svið.“ Segir MS að undirboð á vörum sem MS verðleggur sjálft sé lögbrot þar sem MS sé markaðsráðandi fyrirtæki. Hálfdán sagði í viðtalinu jafnframt að MS hafi komið með laktósafría mjólk á markaðinn þegar félagið hafi frétt af því að Arna ætlaði sér að koma með slíka vöru á markaðinn. Ari segir þetta ekki rétt, MS hafi verið með slíka vöru í þróun í nokkurn tíma áður en að Arna hóf starfsemi. Eftir að Arna hafi hafið rekstur og í ljós hafi komið að Arna ætlaði sér að þróa fleiri tegundir af laktósafríum vörum hafi MS ákveðið að fara ekki í frekari þróun á laktósafríum vörum „einmitt til að nýr og smærri framleiðandi hefði þarna svigrúm til nýsköpunar á markaði“ líkt og segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, hafnar fullyrðingum Hálfdánar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, þess efnis að MS geti gert út af við Örnu með því að hefja framleiðslu á laktósafríum vörum. Segir Ari að, þvert á móti, hafi MS gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forstjóra MS þar sem hann svarar fullyrðingum Hálfdánar sem var í viðtali við Markaðinn í Fréttablaðinu í vikunni. Þar sagði Hálfdán að MS gæti undirboðið Örnu og þar með „drepið okkur á nokkrum vikum,“ líkt og hann komst að orði í viðtalinu.Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkurÍ yfirlýsingu Ari segir að MS hafi hafni þessum fullyrðingum alfarið og að MS fagni nýjum framleiðendum í mjólkuriðnaði. „Sú gróska sem á sér stað í greininni er mikið gleðiefni og sem stærsti aðilinn á markaðnum höfum við hjá MS einmitt gætt þess að gefa nýjum framleiðendum svigrúm þegar komið er fram með nýjar vörur og vöruflokka með því að fara ekki sjálf inn á viðkomandi svið.“ Segir MS að undirboð á vörum sem MS verðleggur sjálft sé lögbrot þar sem MS sé markaðsráðandi fyrirtæki. Hálfdán sagði í viðtalinu jafnframt að MS hafi komið með laktósafría mjólk á markaðinn þegar félagið hafi frétt af því að Arna ætlaði sér að koma með slíka vöru á markaðinn. Ari segir þetta ekki rétt, MS hafi verið með slíka vöru í þróun í nokkurn tíma áður en að Arna hóf starfsemi. Eftir að Arna hafi hafið rekstur og í ljós hafi komið að Arna ætlaði sér að þróa fleiri tegundir af laktósafríum vörum hafi MS ákveðið að fara ekki í frekari þróun á laktósafríum vörum „einmitt til að nýr og smærri framleiðandi hefði þarna svigrúm til nýsköpunar á markaði“ líkt og segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30