Rogue One fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu. Hún gerist í raun áður en söguþráður New Hope byrjar.
Myndin var meðal annars tekin upp við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Leikstjóri er Gareth Edwards, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla. Þá leika þau Felicity Jones, Mads Mikkelsen, Forest Whitaker og fleiri í myndinni.
Hún verður frumsýnd þann 16. desember næstkomandi.